NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 14:15 Jimmie Johnson með eiginkonu sinni Chöndru Janway eftir keppni í Texas árið 2012. Foreldrar hennar fundist látnir af völdum skotsára í Oklahoma á mánudag. AP/Tim Sharp Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent