Fótbolti

Courtois ekki með Belgíu á EM

Markvörðurinn Thibaut Courtois verður ekki með Belgíu á Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti Domenico Tedesco, þjálfari Belga, í dag.

Fótbolti

„Mo Salah sá sem að gekk of langt“

Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Valur sýndi Berg­lindi meiri á­huga en Breiða­blik

Berg­lind Björg Þor­valds­dóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barns­burð. Hún stefnir á titla sem og endur­komu í lands­liðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiða­blik á sínum tíma er Berg­lind mætt á Hlíðar­enda. Valur sýndi henni ein­fald­lega meiri á­huga en Breiða­blik.

Íslenski boltinn

Lopetegui tekur við AC Milan

Hinn 57 ára gamli Julen Lopetegui verður næsti þjálfari ítalska stórliðsins AC Milan. Liðið er sem stendur í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en erkifjendur þeirra og næstu nágrannar í Inter hafa nú þegar tryggt sér titilinn.

Fótbolti

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Lewandowski með þrennu er Barcelona kom til baka gegn Valencia

Barcelona vann 4-2 sigur á Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta, eftir að lenda undir í fyrri hálfleik. Það hjálpaði vissulega til að Giorgi Mamardashvili, markvörður gestanna, fékk rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fótbolti

„Það er mikill efni­viður í Fram“

Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks.

Íslenski boltinn