Fastir pennar Lýðskrumskast Ólafur Stephensen skrifar Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti. Fastir pennar 4.10.2011 08:43 Skipta formreglur í lögum einhverju máli? Róbert R. Spanó skrifar Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“. Fastir pennar 4.10.2011 07:00 Auðveldari kostur að aðhafast ekki Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Fastir pennar 3.10.2011 07:00 Hin árlega busavígsla Guðmundur Andri Thorsson skrifar Árleg hefð virðist komin á að þingmenn gangi svipugöngin milli dómkirkjunnar og Alþingis þar sem talið er tilheyra að veitast að þeim með fáryrðum, bauli og fúleggjum. Þessi fyrrum hátíðlega athöfn frá annarri öld er æ meira farin að líkjast busavígslu, þar sem þingmenn eru í hlutverki busanna. Ástandið er karnivalískt: fátækt og valdalaust fólk kemur á þessa þingsetningu og lætur fúleggjum og fáryrðum rigna yfir hina meintu valdamenn í samfélaginu. Fastir pennar 3.10.2011 07:00 Beint eða óbeint Þorsteinn Pálsson skrifar Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnarorðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveimur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Fastir pennar 2.10.2011 15:21 Gagn og gaman Steinunn Stefánsdóttir skrifar Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Fastir pennar 1.10.2011 11:00 Það þarf að sjúga og sleikja Sigga Dögg skrifar Samfarir á efri árum geta verið erfiðleikum bundnar, það að vera fullur vilja en ris á typpinu ekki til staðar, jafnvel þótt konan hafi áhuga og sleipiefni til staðar. Á hinn veginn, konan ekki til þegar karlinn er með typpið í þolanlegu lagi. Hvað getur þú ráðlagt okkur í þessum efnum? Fastir pennar 30.9.2011 16:00 Farðu heim, krakki Pawel Bartoszek skrifar Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Fastir pennar 30.9.2011 09:00 Undirstaða velferðarinnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Óánægja lögreglumanna með kjör sín er vel skiljanleg. Þeir hafa bent á að þeir hafi dregizt aftur úr þeim viðmiðunarhópum, sem voru skilgreindir þegar lögreglumenn voru sviptir verkfallsrétti. Niðurstöðu gerðardóms telja þeir ekki taka mið af þessu kjaramisgengi. Láti vinnuveitandi þeirra, ríkið, kjaradeilur ævinlega ganga til gerðardóms eins og nú séu lögreglumenn fastir í láglaunagildru. Fastir pennar 30.9.2011 06:00 Upphafið skyldi einnig skoða Þorvaldur Gylfason skrifar Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti fróðlegt erindi á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins í vor leið, „Tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum 17. júní 1944“ (sjá stjornarskrarfelagið.is). Þar spurði hann: Hvers vegna hófst endurskoðun stjórnarskrárinnar jafnvel áður en hún gekk í gildi í slagviðrinu á Þingvöllum 17. júní 1944? Gefum Guðna orðið og stiklum á stóru. Fastir pennar 29.9.2011 11:00 Strangari agi og stærri sjóðir Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar. Fastir pennar 29.9.2011 06:00 Löggæzlan gæti vel að lögunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti. Fastir pennar 28.9.2011 06:00 Lágmark að sitja við sama borð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Fastir pennar 27.9.2011 06:00 Vald og virðing Jónína Michaelsdóttir skrifar Þrátt fyrir landhelgisbaráttuna höfum við lengst af verið í góðum tengslum og viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. Þegar Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940, vöknuðu sumir við framandi flugvélarhljóð í vornóttinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem var fárveikur, leitaðist við að setjast upp og kallaði á dóttur sína: „Hvaða merki er á flugvélinni? Hverjir eru þetta?“ Hún stóð við gluggann og sagði eftir smástund: „Þetta eru Bretar.“ Fargi var létt af borgarstjóranum sem sagði um leið og hann hneig aftur niður á koddann: „Guði sé lof, Guði sé lof!“ Allir vissu hvers var að vænta ef þetta hefðu verið Þjóðverjar. Fastir pennar 27.9.2011 06:00 Hvar eru þeir nú? Guðmundur Andri Thorsson skrifar Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Fastir pennar 26.9.2011 08:00 Spurning um viðhorf þingmanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman. Fastir pennar 26.9.2011 06:00 Hvar er jafnlaunavottunin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný. Fastir pennar 24.9.2011 06:00 Ný staða kallar á nýtt tímaplan Þorsteinn Pálsson skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að hæpið sé að núverandi ríkisstjórn geti lokið þeim vegna ágreinings um markmið. Annar flokkurinn vill gera samning til að fella en hinn til að samþykkja. Samkomulag flokkanna gat aðeins komið viðræðum áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent á þessum vettvangi. En nú blasir einnig við sú nýja staða að áformin um að ljúka málinu á þessu kjörtímabili eru úr sögunni. Fastir pennar 24.9.2011 06:00 Týnda fullnægingin Sigga Dögg skrifar Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og hennar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjónabandi karls og konu. Fastir pennar 23.9.2011 20:00 Skárra en ekkert? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna "frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Fastir pennar 23.9.2011 06:00 Skamm fórnarlömb Pawel Bartoszek skrifar Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Fastir pennar 23.9.2011 06:00 Fjallabaksleið í skólamálum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Fastir pennar 22.9.2011 10:45 Gjaldeyrishöftin og gengið Þorvaldur Gylfason skrifar Þegar asíska fjármálakreppan skall á löndunum þar austur frá 1997, féll gengi indónesísku rúpíunnar um 80 prósent. Verðið á erlendum gjaldeyri og innfluttum varningi fimmfaldaðist. Gengishrun rúpíunnar olli þungum búsifjum í Indónesíu eins og nærri má geta. Kaupmáttur heimilanna hrundi, og erlend skuldabyrði fyrirtækjanna og ríkisins þyngdist til muna. Svo hátt gengisfall krónunnar þurfti að varast eftir fall bankanna hér heima 2008. Þess vegna var gripið til strangra, tímabundinna gjaldeyrishafta. Fastir pennar 22.9.2011 06:00 Vald upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum. Fastir pennar 21.9.2011 06:00 Orðsporið getur enn versnað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Fastir pennar 20.9.2011 06:00 Og munnræpan mun ríkja ein Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa með sameiginlegu átaki náð að þróa nýtt lýðræðislegt gereyðingarvopn: málþóf. Slíkt hefur að vísu lengi verið tíðkað, líka af þeim sem nú fara með stjórnartaumana – og engum til sóma sem það hefur iðkað til að hindra framgang lýðræðisins með slíkri misnotkun á göfugasta ræðustól landsins – en nú á þessu septemberþingi keyrði málþófið um þverbak; röflið ríkti eitt, ofar hverri kröfu. Fastir pennar 19.9.2011 10:00 Áfram pólitísk óþægindi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Fastir pennar 19.9.2011 10:00 Bókauppskeran Bergsteinn Sigurðsson skrifar Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Fastir pennar 17.9.2011 11:00 Tölurnar sem ekki var talað um Þorsteinn Pálsson skrifar Hagtölur eru fáum skemmtiefni. Eigi að síður eru þær nauðsynlegt viðmið fyrir stjórnendur þjóðarbúsins. Um leið eru þær undirstaða pólitískrar umræðu. Eðlilega álykta menn ólíkt eftir því frá hvaða bæjarhellu er horft. Þá getur skipt máli hvaða hagtölur eru valdar til umræðu. Á árunum fyrir hrun krónunnar var helst vitnað í tölur um ríflegan afgang af rekstri ríkissjóðs, tölur um góðan hagvöxt, tölur um vaxandi gildi krónunnar og tölur um stöðuga kaupmáttaraukningu. Þetta voru velsældartölur sem styrktu málflutning þáverandi ríkisstjórnar. Af sjálfu leiddi að stjórnarandstaðan fékk lítið púður í slíkum hagtölum í stríðið gegn ríkisstjórninni. Fastir pennar 17.9.2011 06:00 Útvarpsreglur í netheimi Pawel Bartoszek skrifar Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga. Fastir pennar 16.9.2011 06:00 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 245 ›
Lýðskrumskast Ólafur Stephensen skrifar Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti. Fastir pennar 4.10.2011 08:43
Skipta formreglur í lögum einhverju máli? Róbert R. Spanó skrifar Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“. Fastir pennar 4.10.2011 07:00
Auðveldari kostur að aðhafast ekki Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Fastir pennar 3.10.2011 07:00
Hin árlega busavígsla Guðmundur Andri Thorsson skrifar Árleg hefð virðist komin á að þingmenn gangi svipugöngin milli dómkirkjunnar og Alþingis þar sem talið er tilheyra að veitast að þeim með fáryrðum, bauli og fúleggjum. Þessi fyrrum hátíðlega athöfn frá annarri öld er æ meira farin að líkjast busavígslu, þar sem þingmenn eru í hlutverki busanna. Ástandið er karnivalískt: fátækt og valdalaust fólk kemur á þessa þingsetningu og lætur fúleggjum og fáryrðum rigna yfir hina meintu valdamenn í samfélaginu. Fastir pennar 3.10.2011 07:00
Beint eða óbeint Þorsteinn Pálsson skrifar Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnarorðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveimur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Fastir pennar 2.10.2011 15:21
Gagn og gaman Steinunn Stefánsdóttir skrifar Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Fastir pennar 1.10.2011 11:00
Það þarf að sjúga og sleikja Sigga Dögg skrifar Samfarir á efri árum geta verið erfiðleikum bundnar, það að vera fullur vilja en ris á typpinu ekki til staðar, jafnvel þótt konan hafi áhuga og sleipiefni til staðar. Á hinn veginn, konan ekki til þegar karlinn er með typpið í þolanlegu lagi. Hvað getur þú ráðlagt okkur í þessum efnum? Fastir pennar 30.9.2011 16:00
Farðu heim, krakki Pawel Bartoszek skrifar Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Fastir pennar 30.9.2011 09:00
Undirstaða velferðarinnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Óánægja lögreglumanna með kjör sín er vel skiljanleg. Þeir hafa bent á að þeir hafi dregizt aftur úr þeim viðmiðunarhópum, sem voru skilgreindir þegar lögreglumenn voru sviptir verkfallsrétti. Niðurstöðu gerðardóms telja þeir ekki taka mið af þessu kjaramisgengi. Láti vinnuveitandi þeirra, ríkið, kjaradeilur ævinlega ganga til gerðardóms eins og nú séu lögreglumenn fastir í láglaunagildru. Fastir pennar 30.9.2011 06:00
Upphafið skyldi einnig skoða Þorvaldur Gylfason skrifar Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti fróðlegt erindi á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins í vor leið, „Tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum 17. júní 1944“ (sjá stjornarskrarfelagið.is). Þar spurði hann: Hvers vegna hófst endurskoðun stjórnarskrárinnar jafnvel áður en hún gekk í gildi í slagviðrinu á Þingvöllum 17. júní 1944? Gefum Guðna orðið og stiklum á stóru. Fastir pennar 29.9.2011 11:00
Strangari agi og stærri sjóðir Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar. Fastir pennar 29.9.2011 06:00
Löggæzlan gæti vel að lögunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti. Fastir pennar 28.9.2011 06:00
Lágmark að sitja við sama borð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Fastir pennar 27.9.2011 06:00
Vald og virðing Jónína Michaelsdóttir skrifar Þrátt fyrir landhelgisbaráttuna höfum við lengst af verið í góðum tengslum og viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. Þegar Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940, vöknuðu sumir við framandi flugvélarhljóð í vornóttinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem var fárveikur, leitaðist við að setjast upp og kallaði á dóttur sína: „Hvaða merki er á flugvélinni? Hverjir eru þetta?“ Hún stóð við gluggann og sagði eftir smástund: „Þetta eru Bretar.“ Fargi var létt af borgarstjóranum sem sagði um leið og hann hneig aftur niður á koddann: „Guði sé lof, Guði sé lof!“ Allir vissu hvers var að vænta ef þetta hefðu verið Þjóðverjar. Fastir pennar 27.9.2011 06:00
Hvar eru þeir nú? Guðmundur Andri Thorsson skrifar Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Fastir pennar 26.9.2011 08:00
Spurning um viðhorf þingmanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman. Fastir pennar 26.9.2011 06:00
Hvar er jafnlaunavottunin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný. Fastir pennar 24.9.2011 06:00
Ný staða kallar á nýtt tímaplan Þorsteinn Pálsson skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að hæpið sé að núverandi ríkisstjórn geti lokið þeim vegna ágreinings um markmið. Annar flokkurinn vill gera samning til að fella en hinn til að samþykkja. Samkomulag flokkanna gat aðeins komið viðræðum áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent á þessum vettvangi. En nú blasir einnig við sú nýja staða að áformin um að ljúka málinu á þessu kjörtímabili eru úr sögunni. Fastir pennar 24.9.2011 06:00
Týnda fullnægingin Sigga Dögg skrifar Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og hennar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjónabandi karls og konu. Fastir pennar 23.9.2011 20:00
Skárra en ekkert? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna "frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Fastir pennar 23.9.2011 06:00
Skamm fórnarlömb Pawel Bartoszek skrifar Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Fastir pennar 23.9.2011 06:00
Fjallabaksleið í skólamálum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Fastir pennar 22.9.2011 10:45
Gjaldeyrishöftin og gengið Þorvaldur Gylfason skrifar Þegar asíska fjármálakreppan skall á löndunum þar austur frá 1997, féll gengi indónesísku rúpíunnar um 80 prósent. Verðið á erlendum gjaldeyri og innfluttum varningi fimmfaldaðist. Gengishrun rúpíunnar olli þungum búsifjum í Indónesíu eins og nærri má geta. Kaupmáttur heimilanna hrundi, og erlend skuldabyrði fyrirtækjanna og ríkisins þyngdist til muna. Svo hátt gengisfall krónunnar þurfti að varast eftir fall bankanna hér heima 2008. Þess vegna var gripið til strangra, tímabundinna gjaldeyrishafta. Fastir pennar 22.9.2011 06:00
Vald upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum. Fastir pennar 21.9.2011 06:00
Orðsporið getur enn versnað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Fastir pennar 20.9.2011 06:00
Og munnræpan mun ríkja ein Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa með sameiginlegu átaki náð að þróa nýtt lýðræðislegt gereyðingarvopn: málþóf. Slíkt hefur að vísu lengi verið tíðkað, líka af þeim sem nú fara með stjórnartaumana – og engum til sóma sem það hefur iðkað til að hindra framgang lýðræðisins með slíkri misnotkun á göfugasta ræðustól landsins – en nú á þessu septemberþingi keyrði málþófið um þverbak; röflið ríkti eitt, ofar hverri kröfu. Fastir pennar 19.9.2011 10:00
Áfram pólitísk óþægindi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Fastir pennar 19.9.2011 10:00
Bókauppskeran Bergsteinn Sigurðsson skrifar Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Fastir pennar 17.9.2011 11:00
Tölurnar sem ekki var talað um Þorsteinn Pálsson skrifar Hagtölur eru fáum skemmtiefni. Eigi að síður eru þær nauðsynlegt viðmið fyrir stjórnendur þjóðarbúsins. Um leið eru þær undirstaða pólitískrar umræðu. Eðlilega álykta menn ólíkt eftir því frá hvaða bæjarhellu er horft. Þá getur skipt máli hvaða hagtölur eru valdar til umræðu. Á árunum fyrir hrun krónunnar var helst vitnað í tölur um ríflegan afgang af rekstri ríkissjóðs, tölur um góðan hagvöxt, tölur um vaxandi gildi krónunnar og tölur um stöðuga kaupmáttaraukningu. Þetta voru velsældartölur sem styrktu málflutning þáverandi ríkisstjórnar. Af sjálfu leiddi að stjórnarandstaðan fékk lítið púður í slíkum hagtölum í stríðið gegn ríkisstjórninni. Fastir pennar 17.9.2011 06:00
Útvarpsreglur í netheimi Pawel Bartoszek skrifar Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga. Fastir pennar 16.9.2011 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun