Bíó og sjónvarp

Ís­lensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Bíó og sjónvarp

ET selst til hæst­bjóðanda

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Bíó og sjónvarp

Tökum á Snertingu lokið í London

Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur.

Bíó og sjónvarp

Leslie Jordan er látinn

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Bíó og sjónvarp

Brosnan í bleiku og meiri Mamma Mia á leiðinni

Leikarinn Pierce Brosnan hristi aðeins upp í fatavalinu sínu og mætti í bleikum jakkafötum á frumsýningu myndarinnar Black Adam. Brosnan verður sjötugur á næsta ári og er greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni en bleikur hefur verið áberandi í tískuheiminum.

Bíó og sjónvarp