Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 09:25 Rachel McAdams sagði nei við hlutverkum í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Vísir/Getty Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. McAdams sló fyrst í gegn þegar hún lék í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004. Sama ár kom The Notebook út og árið eftir Wedding Crashers. Eftir þessar myndir var hún ein skærasta stjarna Hollywood. Hún ákvað þá að taka sér smá pásu frá leiklistinni og flytja til Kanada. Í viðtölum hefur hún sagt áreitið í raun og veru hafa verið allt of mikið á þessum tíma. „Satt að segja þá vildi ég aldrei stór kvikmyndastjarna. Ég vildi í rauninni ekki vinna fyrir utan Kanada. Eða annars staðar enn í leikhúsi,“ sagði hún árið 2013. Í nýju viðtali við Bustle greinir McAdams frá því að á meðan hún var í þessari pásu fékk hún fjölmörg tilboð um að leika í bíómyndum. Nokkrar þeirra enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar og hala inn hundruð milljónum dollara. Þær fimm tekjuhæstu voru ekki verri myndir en James Bond myndin Casino Royale, Meryl Streep kvikmyndin The Devil Wears Prada, fyrsta Iron Man myndin, þriðja Mission Impossible myndin og njósnamyndin Get Smart. „Ég fékk samviskubit yfir því að hafa ekki nýtt mér þau tækifæri sem mér voru veitt, því ég vissi að ég var heppin með að vera þar sem ég var,“ segir McAdams, sem sér þó ekki eftir því að hafa hafnað hlutverkunum. Hún segir að ef hún hafi viljað halda andlegri heilsu sinni góðri þá hafi hún þurft að hafna þessum hlutverkum. McAdams er okkur Íslendingum vel kunnug en hún fór með hlutverk Sigrit Ericksdóttir í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem gerist að miklu leyti á Íslandi og fóru miklar tökur fram á Húsavík við gerð myndarinnar. Hollywood Bíó og sjónvarp Kanada Íslandsvinir Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
McAdams sló fyrst í gegn þegar hún lék í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004. Sama ár kom The Notebook út og árið eftir Wedding Crashers. Eftir þessar myndir var hún ein skærasta stjarna Hollywood. Hún ákvað þá að taka sér smá pásu frá leiklistinni og flytja til Kanada. Í viðtölum hefur hún sagt áreitið í raun og veru hafa verið allt of mikið á þessum tíma. „Satt að segja þá vildi ég aldrei stór kvikmyndastjarna. Ég vildi í rauninni ekki vinna fyrir utan Kanada. Eða annars staðar enn í leikhúsi,“ sagði hún árið 2013. Í nýju viðtali við Bustle greinir McAdams frá því að á meðan hún var í þessari pásu fékk hún fjölmörg tilboð um að leika í bíómyndum. Nokkrar þeirra enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar og hala inn hundruð milljónum dollara. Þær fimm tekjuhæstu voru ekki verri myndir en James Bond myndin Casino Royale, Meryl Streep kvikmyndin The Devil Wears Prada, fyrsta Iron Man myndin, þriðja Mission Impossible myndin og njósnamyndin Get Smart. „Ég fékk samviskubit yfir því að hafa ekki nýtt mér þau tækifæri sem mér voru veitt, því ég vissi að ég var heppin með að vera þar sem ég var,“ segir McAdams, sem sér þó ekki eftir því að hafa hafnað hlutverkunum. Hún segir að ef hún hafi viljað halda andlegri heilsu sinni góðri þá hafi hún þurft að hafna þessum hlutverkum. McAdams er okkur Íslendingum vel kunnug en hún fór með hlutverk Sigrit Ericksdóttir í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem gerist að miklu leyti á Íslandi og fóru miklar tökur fram á Húsavík við gerð myndarinnar.
Hollywood Bíó og sjónvarp Kanada Íslandsvinir Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira