Bíó og sjónvarp

Neistar á milli Ti­­mot­­hé­e Chala­­met og Zenda­ya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar.
Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar. Warner Bros.

Banda­ríska kvik­mynda­verið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntan­legri kvik­mynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftir­væntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni.

Myndin er fram­hald Dune kvik­myndarinnar frá 2021 og mæta þau Ti­mot­hé­e Chala­met og Zenda­ya aftur til leiks í hlut­verkum sínum sem Paul At­reides og Chani. Hin síðar­nefnda verður þó í tölu­vert stærra hlut­verki að þessu sinni.

Myndin byggir á heims­frægri vísinda­skáld­sögu Frank Her­bert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sand­plánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul At­reides er í aðal­hlut­verki.

Í Dune: Part II þarf At­reides að taka á hinum stóra sínum á­samt frum­byggjunum sem kenndir eru við Fremen í bar­áttunni gegn hinni illu Harkonnen fjöl­skyldu. Neistar kvikna fljót­lega á milli At­reides og Chani eins og sést ber­lega í stiklunni.

„Í fyrstu myndinni var Paul At­reides nemandi en við sjáum hann verða að leið­toga núna,“ hefur banda­ríski miðillinn Varie­ty eftir aðal­leikaranum Ti­mot­hé­e Chala­met.

Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros.

Nýjar stjörnur mæta til leiks

Meðal ný­liða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlut­verk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skars­gard og var allt í öllu í síðustu mynd.



Þá mætir breska leik­konan Flor­ence Pugh jafn­framt til leiks í myndinni sem Iru­len prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikil­vægur hluti af Dune sögunni. 

Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.