Bíó og sjónvarp

Ís­lenska stutt­myndin Fár valin á Cannes

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Stuttmyndin Fár hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Cannes.
Stuttmyndin Fár hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Cannes. Instagram

Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí.

Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt.

Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina.

Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd.

Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007.

Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir.

Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu.

Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður.


Tengdar fréttir

Íslendingar yfirtaka Cannes

Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar.

Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði

Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×