Viðskipti

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða

Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun.

Viðskipti erlent

Tollar Trumps kalli á að Ís­land að­lagi sig að breyttum leik­reglum

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið.

Viðskipti innlent

Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind

Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð.

Atvinnulíf

Leið­togar ESB í­huga háa sekt á X og Musk

Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans.

Viðskipti erlent

Verð­fall á Wall Street

Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Kristjana til ÍSÍ

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.

Viðskipti innlent

Talaði gegn eigin ráð­gjöfum um tollana

Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Kaup­máttur jókst á milli ára

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra.

Viðskipti innlent

Lækkanir í Asíu halda á­fram

Lækkanir urðu á mörkuðum í Asíu þegar þeir opnuðu í nótt, annan daginn í röð eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaálögur sem settar verða á öll lönd heimsins og hafa vakið áhyggjur manna um niðursveiflu í hagkerfi heimsins.

Viðskipti erlent