Fréttir „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. Erlent 15.3.2024 10:15 Leggur til að listamannalaun verði margfölduð Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt í samráðsgátt drög að frumvarpi sem felur í sér að stóraukið framlag ríkisins til listamannalauna. Innlent 15.3.2024 10:04 Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Erlent 15.3.2024 09:20 Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. Innlent 15.3.2024 09:01 Ferðamenn greiddu 200 milljónir í bílastæðagjöld við Seljalandsfoss Ferðamenn greiddu rúmlega 200 milljónir króna í bílstæðagjöld við Seljalandsfoss í fyrra. Fjöldi einkabifreiða sem óku að fossinum var tæplega 213 þúsund og þá komu 12 þúsund bifreiðar frá aðilum í ferðaþjónustu. Innlent 15.3.2024 07:57 Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. Erlent 15.3.2024 07:25 Slydda og snjókoma á vestanverðu landinu Skammt suðvestur af Reykjanesi er nú þúsund millibara lægð sem mjakast norður og fylgir henni slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu. Má reikna með vindi átta til fimmtán metrum á sekúndu. Veður 15.3.2024 07:12 Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. Erlent 15.3.2024 07:00 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. Erlent 15.3.2024 06:41 Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. Erlent 14.3.2024 23:00 „Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Innlent 14.3.2024 22:48 Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 14.3.2024 21:22 „Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Innlent 14.3.2024 21:01 Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. Erlent 14.3.2024 20:39 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Innlent 14.3.2024 20:24 Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Innlent 14.3.2024 20:01 Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Erlent 14.3.2024 19:33 Sjálfstæðismenn segja ríkisstjórn og stéttarfélög ráðskast með sveitarfélögin Oddvitar Sjálfstæðisflokksins segja að ráðskast hafi verið með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Innlent 14.3.2024 19:20 Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Erlent 14.3.2024 18:37 Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. Innlent 14.3.2024 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Innlent 14.3.2024 18:01 Fordæmir offors SA gagnvart starfsmönnum Icelandair Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt. Innlent 14.3.2024 17:56 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. Innlent 14.3.2024 16:55 Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 14.3.2024 15:30 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. Innlent 14.3.2024 14:51 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44 Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14.3.2024 14:40 Með tíu kíló af grasi í farangrinum Breskur karlmaður hefur verið í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn tíu kíló af marijúana. Innlent 14.3.2024 14:24 « ‹ 324 325 326 327 328 329 330 331 332 … 334 ›
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. Erlent 15.3.2024 10:15
Leggur til að listamannalaun verði margfölduð Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt í samráðsgátt drög að frumvarpi sem felur í sér að stóraukið framlag ríkisins til listamannalauna. Innlent 15.3.2024 10:04
Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Erlent 15.3.2024 09:20
Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. Innlent 15.3.2024 09:01
Ferðamenn greiddu 200 milljónir í bílastæðagjöld við Seljalandsfoss Ferðamenn greiddu rúmlega 200 milljónir króna í bílstæðagjöld við Seljalandsfoss í fyrra. Fjöldi einkabifreiða sem óku að fossinum var tæplega 213 þúsund og þá komu 12 þúsund bifreiðar frá aðilum í ferðaþjónustu. Innlent 15.3.2024 07:57
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. Erlent 15.3.2024 07:25
Slydda og snjókoma á vestanverðu landinu Skammt suðvestur af Reykjanesi er nú þúsund millibara lægð sem mjakast norður og fylgir henni slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu. Má reikna með vindi átta til fimmtán metrum á sekúndu. Veður 15.3.2024 07:12
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. Erlent 15.3.2024 07:00
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. Erlent 15.3.2024 06:41
Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. Erlent 14.3.2024 23:00
„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Innlent 14.3.2024 22:48
Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Innlent 14.3.2024 21:22
„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Innlent 14.3.2024 21:01
Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. Erlent 14.3.2024 20:39
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Innlent 14.3.2024 20:24
Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Innlent 14.3.2024 20:01
Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Erlent 14.3.2024 19:33
Sjálfstæðismenn segja ríkisstjórn og stéttarfélög ráðskast með sveitarfélögin Oddvitar Sjálfstæðisflokksins segja að ráðskast hafi verið með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Innlent 14.3.2024 19:20
Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Erlent 14.3.2024 18:37
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. Innlent 14.3.2024 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Innlent 14.3.2024 18:01
Fordæmir offors SA gagnvart starfsmönnum Icelandair Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt. Innlent 14.3.2024 17:56
Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. Innlent 14.3.2024 16:55
Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 14.3.2024 15:30
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. Innlent 14.3.2024 14:51
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44
Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14.3.2024 14:40
Með tíu kíló af grasi í farangrinum Breskur karlmaður hefur verið í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn tíu kíló af marijúana. Innlent 14.3.2024 14:24