Erlent

Lög­reglu­maður traðkaði á höfði manns

Árni Sæberg skrifar
Lögreglumaðurinn er kominn í leyfi frá störfum.
Lögreglumaðurinn er kominn í leyfi frá störfum. Skjáskot

Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins.

Í myndskeiðinu sést einkennisklæddur lögreglumaður standa yfir manninum og miða rafbyssu á hann áður en hann sparkar þéttingsfast tvisvar í höfuð mannsins. Á meðan á þessu stendur beina samstarfsmenn lögreglumannsins því til viðstaddra að halda sig fjarri.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester segir að ráðist hefði verið að vopnuðum lögreglumönnum á meðan þeir reyndu að handtaka mann í kjölfar slagsmála í flugstöðinni. Lögreglan hafi sjálf tilkynnt atvikið til þar til yfirvalda.

Atvikið hefur valdið talsverðri reiði í Bretlandi og nokkur hundruð manns söfnuðust saman fyrir framan lögreglustöð í Manchester og mótmæltu í gærkvöldi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×