„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2024 20:30 Það er ekki mikið sem eftir stendur af gamla frystihúsinu á Kirkjusandi, sem síðast hýsti starfsemi Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón
Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira