Innlent

Þrettán vilja stýra ráðu­neyti Svan­dísar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir er innviðaráðherra en var áður matvælaráðherra og þar áður heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir er innviðaráðherra en var áður matvælaráðherra og þar áður heilbrigðisráðherra. VísiR/vilhelm

Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí.

Aðalsteinn Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Þjóðskrár er settur ráðuneytisstjóri frá því 31. maí og gegnir embættinu út ágúst. Hann kom tímabundið í stöðuna eftir að Hermann Sæmundsson var fluttur úr embættinu og tók við sem ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra.

Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendurnir eru í stafrófsröð:

  • Anna Eivör Shvarova, skrifstofustjóri
  • Björg Erlingsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri
  • Guðjón Atlason, verkefnastjóri
  • Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu
  • Harpa Þrastardóttir, eigandi
  • Hildur H Dungal, settur skrifstofustjóri skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála
  • Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og fjármála
  • Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og settur sýslumaður í Vestmannaeyjum
  • Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri innviða og þróunar
  • Mæva Marlene Urbschat, skógræktandi
  • Róbert Ragnarsson, verkefnastjóri
  • Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur og fv. ráðuneytisstjóri
  • Sigurbergur Björnsson, sendiráðunautur í sendiráðinu í Brüssel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×