Handbolti

Óðinn skoraði ellefu mörk þegar strákarnir unnu Litháa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. Vísir/Eyþór
Íslenska 21 árs landsliðið byrjaði vel undankeppni fyrir HM U-21 landsliða en íslenska liðið vann sjö marka sigur á Litháen, 32-25, þrátt fyrir að leika án tveggja lykilmanna.

Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var langmarkahæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk úr fjórtán skotum en fjögur þeirra skoraði hann af vítalínunni.

Sigtryggur Daði Rúnarsson, sonur Rúnar Sigtryggssonar, átti einnig flottan leik en hann skoraði 7 mörk úr 8 skotum í leiknum.

Varnartröllið Arnar Freyr Arnarsson og hinn fjölhæfi Ómar Ingi Magnússon voru með íslenska landsliðinu á móti Egyptum í gær og léku því ekki með íslenska liðinu í þessum leik.

Íslenska liðið komst í 3-1 í byrjun, var 12-7 yfir og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 16-11.

Þjálfarar íslenska liðsins eru þeir Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal. Liðið mætir Grikkjum og heimamönnum í Serbíu á næstu tveimur dögum.

Ísland - Litháen 32-25 (16-11)

Mörk Íslands:

Óðinn Þór Ríkharðsson 11/4

Sigtryggur Daði Rúnarsson 7

Kristján Örn Kristjánsson 4

Elvar Örn Jónsson 3

Sturla Magnússon 2

Gísli Þorgeir Kristjánsson 2

Hergeir Grímsson 2

Aron Dagur Pálsson 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×