Erlent

ISIS lýsir yfir ábyrgð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega í árásunum í gær.
128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega í árásunum í gær. Vísir/Getty
ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis „upphaf óveðursins.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ISIS sem birt var undir nafni samtakanna fyrir skömmu. Í henni segir að árásirnar séu svar ISIS vegna móðgana á hendur spámannsins Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS.

Jafnframt kemur fram að árásarstaðirnar hafi verið sérvaldir fyrirfram. Í yfirlýsingunni segir að tónleikagestir í Bataclan-tónlistarhúsinu, þar sem tæplega hundrað manns létust, og gestir á kaffi- og veitingahúsum í grennd, þar sem um þrátíu létust, hafi verið „skurðgoðadýrkendur í siðspilltri veislu“.

Einnig hafi verið ákveðið hafi verið að ráðast á Stade de France-leikvanginn vegna þess að Francois Hollande Frakklandsforseti hafi verið viðstaddur landsleik Frakka og Þjóðverja sem þar fór fram. Samtökin segjast með árásunum hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“

128 létust og minnst 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði fyrr í dag að ISIS stæði á bak við hryðjuverkaárásirnar í París sem samtökin hafa nú lýst sig ábyrg fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×