Erlent

Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Francois Hollande lýsti yfir neyðarástandi vegna árásanna.
Francois Hollande lýsti yfir neyðarástandi vegna árásanna. Fréttablaðið/EPA
Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París, þær hafi verið skipulagðar og samhæfðar utan Frakklands með hjálp manna innan landsins.

„Hryðjuverkin voru framin af hryðjuverkaher, ISIS, hóp herskárra íslamista, gegn Frakklandi, gegn þeim gildum sem við verjum um heim allan, gegn því sem við stöndum fyrir,“ sagði Hollande eftir ein mannskæðustu hryðjuverk í sögu Evrópu.

Hollande ávarpaði frönsku þjóðina eftir sérstakan fund varnarmálanefndar Frakklands og lýsti hann yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi.

„Ég votta virðingu mína til allra þeirra sem vörðu Frakkland gegn hryðjuverkunum í gærkvöldi. Á þessum óvissutímum kalla ég eftir samstöðu og hugrekki. Frakkland er sært en mun rísa á ný.“

128 létust og minnst 200 eru særðir, þar af 99 alvarlega eftir samhæfða sprengju- og skotárás minnst átta hryðjuverkamanna á sex stöðum víðvsvegar um París í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×