Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hraun­tungna

Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum.

Innlent
Fréttamynd

Segir fólk eiga það til að vera kæru­laust við hraunið

Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingar vegna yfir­vofandi hættu á sprengi­gosi

Vísindamenn telja nú stutt í að sprengigos kunni að hefjast í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt þúsundum að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu.

Erlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að sprunga opnist á göngu­leiðinni

Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun.

Innlent
Fréttamynd

Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða

Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum

Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum

Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“

Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp.

Innlent