Erlent

Öflugur skjálfti við Krít

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Heraklion á Krít.
Frá Heraklion á Krít. Getty

Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Skjálftinn varð upp úr klukkan sex á íslenskum tíma, eða um níu að staðartíma.

Enn hafa ekki borist fréttir af slösuðum, en vitað er um einn sem hafi fests inni í kirkju sem hrundi og sömuleiðis annan sem ku vera fastur inni á eigin heimili eftir að hrundi úr húsinu.

Reuters segir frá því að fjölmargir eyjaskeggjar hafi yfirgefið heimili sín af ótta við frekari eftirskjálfta.

Öflugasti endirskjálftinn hefur mælst 4,6 að stærð.

Uppfært 9:55: Grískir fjölmiðlar hafa greint frá því að einn hafi látist og níu hið minnsta slasast í skjálftanum. Sá sem lést hafi orðið undir þegar hrundi úr kirkju í bænum Arkalohori. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×