Innlent

Einn öflugur skjálfti í nótt og 120 minni frá miðnætti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jörð skelfur við Keili og stóru skjálftarnir finnast víða.
Jörð skelfur við Keili og stóru skjálftarnir finnast víða.

Enn skelfur jörðin í grennd við Keili og í nótt klukkan sex mínútur yfir tvö reið einn öflugur yfir. Sá mældist 3,6 stig að stærð og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrr um kvöldið, eða klukkan 22.10. kom annar sem var 3,2 stig að stærð. 

Alls hafa sjö skjálftar verið yfir þremur stigum á svæðinu suðvestur af Keili eftir að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. 

Í gær mældust um 1.600 jarðskjálftar á svæðinu og frá miðnætti hafa um 120 skjálftar riðið yfir. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands sjást þó engin merki um gosóróa.


Tengdar fréttir

Jarð­skjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuð­borginni

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga.

Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi

Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu.

Jörð nötrar á suðvesturhorninu

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×