Innlent

Virðist sem ró hafi færst yfir skjálfta­svæðið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Keilir og svæðið í kring úr lofti.
Keilir og svæðið í kring úr lofti. Vísir/RAX

Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana.

Frá miðmætti hafa tólf skjálftar riðið yfir á svæðinu flestir litli og sá stærsti mældist 1,8 stig rétt fyrir klukkan sex í morgun. 

Síðustu tvo sólarhringana hafa þeir samtals verið 178 miðað við töflu á vef Veðurstofunnar. Síðasti stóri skjálftinn á svæðinu kom síðdegis á þriðjudag og mældist sá 3,5 stig. 

Nýjustu gervihnattagögn sem birt voru í gær sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×