Eldgos og jarðhræringar „Þetta er það sem maður óttaðist mest“ Fréttamaður Vísis var með Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í símanum þegar fréttir bárust að byrjað væri að gjósa. Rétt áður hafði hann lýst því yfir að gos væri að hefjast. Innlent 18.12.2023 22:57 „Þetta verður löng nótt, það liggur fyrir“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að nokkur hundruð metrar geti skipt öllu, hvert hrauntaumurinn fari. Innlent 18.12.2023 22:50 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. Innlent 18.12.2023 22:25 Skjálftahrina hafin á ný Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Innlent 18.12.2023 21:58 Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. Innlent 18.12.2023 20:00 Húsnæðismálin alls ekki á góðum stað Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. Innlent 18.12.2023 18:40 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55 Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. Viðskipti innlent 17.12.2023 14:12 Vakta Grindavík vel áfram Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Innlent 16.12.2023 12:48 Rýming æfð í Bláa lóninu Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Innlent 15.12.2023 19:01 Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Innlent 15.12.2023 17:54 Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. Innlent 15.12.2023 10:36 Bláa lónið opnar á ný Bláa lónið mun opna starfsemi sína á ný næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins, en þar segir að ákvörðun um opnunina hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld. Innlent 14.12.2023 20:11 Vöktuðu bryggjuna í Grindavík í nótt Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt. Innlent 14.12.2023 13:05 Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. Innlent 13.12.2023 13:44 Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Innlent 13.12.2023 10:25 Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Innlent 12.12.2023 23:05 Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Boðað hefur verið til íbúafundar fyrir Grindvíkinga í Laugardalshöll klukkan 17. Fundurinn er í beinu streymi á Vísi. Innlent 12.12.2023 16:52 Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. Innlent 12.12.2023 13:57 Dagskrá íbúafundar fyrir Grindvíkinga Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun klukkan 17 í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum vegna jarðhræringa í og við Grindavík og mun íbúum gefast tækifæri til að bera fram spurningar á fundinum. Innlent 11.12.2023 20:54 „Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Innlent 11.12.2023 14:17 Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47 Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Innlent 10.12.2023 18:20 Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Innlent 9.12.2023 11:51 Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfsmenn Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Innlent 9.12.2023 09:15 Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. Innlent 8.12.2023 23:24 Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni. Innlent 8.12.2023 22:51 Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Innlent 8.12.2023 21:01 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Innlent 8.12.2023 18:36 « ‹ 37 38 39 40 41 42 43 44 45 … 134 ›
„Þetta er það sem maður óttaðist mest“ Fréttamaður Vísis var með Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í símanum þegar fréttir bárust að byrjað væri að gjósa. Rétt áður hafði hann lýst því yfir að gos væri að hefjast. Innlent 18.12.2023 22:57
„Þetta verður löng nótt, það liggur fyrir“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að nokkur hundruð metrar geti skipt öllu, hvert hrauntaumurinn fari. Innlent 18.12.2023 22:50
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. Innlent 18.12.2023 22:25
Skjálftahrina hafin á ný Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Innlent 18.12.2023 21:58
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. Innlent 18.12.2023 20:00
Húsnæðismálin alls ekki á góðum stað Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. Innlent 18.12.2023 18:40
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55
Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. Viðskipti innlent 17.12.2023 14:12
Vakta Grindavík vel áfram Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Innlent 16.12.2023 12:48
Rýming æfð í Bláa lóninu Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Innlent 15.12.2023 19:01
Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Innlent 15.12.2023 17:54
Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. Innlent 15.12.2023 10:36
Bláa lónið opnar á ný Bláa lónið mun opna starfsemi sína á ný næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins, en þar segir að ákvörðun um opnunina hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld. Innlent 14.12.2023 20:11
Vöktuðu bryggjuna í Grindavík í nótt Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt. Innlent 14.12.2023 13:05
Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. Innlent 13.12.2023 13:44
Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Innlent 13.12.2023 10:25
Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Innlent 12.12.2023 23:05
Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Boðað hefur verið til íbúafundar fyrir Grindvíkinga í Laugardalshöll klukkan 17. Fundurinn er í beinu streymi á Vísi. Innlent 12.12.2023 16:52
Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. Innlent 12.12.2023 13:57
Dagskrá íbúafundar fyrir Grindvíkinga Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun klukkan 17 í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum vegna jarðhræringa í og við Grindavík og mun íbúum gefast tækifæri til að bera fram spurningar á fundinum. Innlent 11.12.2023 20:54
„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Innlent 11.12.2023 14:17
Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47
Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Innlent 10.12.2023 18:20
Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Innlent 9.12.2023 11:51
Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfsmenn Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Innlent 9.12.2023 09:15
Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. Innlent 8.12.2023 23:24
Böðuðu sig í lokuðu Bláa lóninu Fólk naut þess að baða sig í Bláa lóninu í dag. Lónið hefur verið lokað almenningi síðan 9. nóvember vegna hættu á eldgosi í Svartsengi og nágrenni. Innlent 8.12.2023 22:51
Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Innlent 8.12.2023 21:01
Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Innlent 8.12.2023 18:36