Borgarstjórn

Fréttamynd

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fari saman í sumar­frí

Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar

Skoðun
Fréttamynd

Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík - fyrir okkur öll!

Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Að eiga í engin hús að venda

Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst

Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn í borginni sækir í sig veðrið

Allir flokkar sem eiga fulltrúa í meirihlutanum í borginni myndu bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum ef gengið yrði til kosninga nú, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna á dögunum og Fréttablaðiið greinir frá í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borg er samfélag

Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn í Foss­vogs­skóla

Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­þjónusta Reykja­víkur

Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju með Ráð­gjafar­stofu inn­flytj­enda

Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gengi fyrir börn af er­lendum upp­runa

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú er búið að skoða þetta nóg“

Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma.

Innlent