Sabine býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 11:00 Sabine Leskopf hefur verið borgarfulltrúi frá árinu 2018. Aðsend Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og varaforseti borgarstjórnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu. Sabine hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 2014 og borgarfulltrúi frá 2018. Á þessu kjörtímabili hefur hún farið með formennsku í fjölmenningarráði sem og í innkaupa- og framkvæmdaráði. Hún er varaforseti borgarstjórnar og situr líka í umhverfis- og heilbrigðisráði, íbúaráði Laugardals og stjórn Faxaflóahafna. Haft er eftir Sabine að það hafi verið mikill heiður og hvatning að vera fyrsti sitjandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar af erlendum uppruna. „Ég hef í hátt í tuttugu ár starfað í grasrótarhreyfingu innflytjenda á Íslandi, sem er mjög gott veganesti í stjórnmálastarfið. Það er líka kjarni jafnaðarmennskunnar og snýst um að allir fái tækifæri til að taka þátt í að skapa gott borgarsamfélag. 17% Reykvíkinga eru af erlendum uppruna og bæði eiga og geta notið sín til fulls og tekið til máls. Ég vil því leggja áherslu að vera borgarfulltrúi með fjölmenningarlegan bakgrun, sem tekur virkan þátt í umræðunni um loftlagsbreytingar og borgarskipulag, jafnrétti í víðari skilningi og samfélag án ofbeldis, hverfismál, menntun og velferð,“ er haft eftir Sabine. Sabine er fædd og uppalin í Þýskalandi og er gift Gauta Kristmannssyni, prófessor við HÍ, saman eiga þau þrjú börn. „Sabine er með viðtæka háskólamenntun í tungumálum og kennslu og hefur lengst af starfað sem þýðandi og túlkur. Áhugamálin hennar eru lífræn garðyrkja og að gera upp gömul húsgögn. Hún er einnig mikill dýravinur og hefur m.a. leitt mikla endurskoðun á þjónustu borgarinnar við gæludýraeigendur,“ segir í tilkynningunni. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 11. janúar 2022 17:54 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Frá þessu greinir í fréttatilkynningu. Sabine hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 2014 og borgarfulltrúi frá 2018. Á þessu kjörtímabili hefur hún farið með formennsku í fjölmenningarráði sem og í innkaupa- og framkvæmdaráði. Hún er varaforseti borgarstjórnar og situr líka í umhverfis- og heilbrigðisráði, íbúaráði Laugardals og stjórn Faxaflóahafna. Haft er eftir Sabine að það hafi verið mikill heiður og hvatning að vera fyrsti sitjandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar af erlendum uppruna. „Ég hef í hátt í tuttugu ár starfað í grasrótarhreyfingu innflytjenda á Íslandi, sem er mjög gott veganesti í stjórnmálastarfið. Það er líka kjarni jafnaðarmennskunnar og snýst um að allir fái tækifæri til að taka þátt í að skapa gott borgarsamfélag. 17% Reykvíkinga eru af erlendum uppruna og bæði eiga og geta notið sín til fulls og tekið til máls. Ég vil því leggja áherslu að vera borgarfulltrúi með fjölmenningarlegan bakgrun, sem tekur virkan þátt í umræðunni um loftlagsbreytingar og borgarskipulag, jafnrétti í víðari skilningi og samfélag án ofbeldis, hverfismál, menntun og velferð,“ er haft eftir Sabine. Sabine er fædd og uppalin í Þýskalandi og er gift Gauta Kristmannssyni, prófessor við HÍ, saman eiga þau þrjú börn. „Sabine er með viðtæka háskólamenntun í tungumálum og kennslu og hefur lengst af starfað sem þýðandi og túlkur. Áhugamálin hennar eru lífræn garðyrkja og að gera upp gömul húsgögn. Hún er einnig mikill dýravinur og hefur m.a. leitt mikla endurskoðun á þjónustu borgarinnar við gæludýraeigendur,“ segir í tilkynningunni.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 11. janúar 2022 17:54 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 11. janúar 2022 17:54
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26