Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum Ellen Calmon skrifar 12. janúar 2022 09:30 Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skóla - og menntamál Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Takmarkanirnar í lífum barna að undanförnu hafa verið margs konar, einhver hafa þurft að sæta því að mega bara leika við bekkjarfélaga en ekki skólafélaga í öðrum bekkjum. Þau hafa orðið af fjölskyldustundum til dæmis í kringum jólin þar sem margar fjölskyldur héldu minni jól, færri komu saman. Það vantaði jafnvel ömmu og afa sem alltaf eru með. Þau hafa orðið af afmælisveislum, ferðum sem áætlaður voru hafa ekki verið farnar og íþróttamót hafa verið felld niður. Sum börn hafa farið marg oft í sóttkví ásamt því að þurfa að sæta einangrun. Listnám hvers konar hefur verið fellt niður, frestað eða kennt með breyttu sniði svo sem tónlistarkennsla sem hefur verið færð yfir á netið en skilar engan veginn sama krafti og skynjun. Svona mætti lengi telja. Vonbrigði á vonbrigði ofan. Þetta tekur á litlar sálir og ég hef oft þurft að viðurkenna vanmátt minn gagnvart veirunni og þurft að hugga drenginn minn og útskýra fyrir honum að þarna fáum við engu um ráðið. Þá er ég viss um að skjátími barna hafi almennt aukist og örvun annars konar en bóklestur, skjár og kyrrsetuverkefni hefur orðið minni. Útrás fyrir tilfinningar Vegna alls þessa er kennsla list- og verkgreina ásamt íþróttakennslu gríðarlega mikilvæg á tímum faraldursins svo þess sé gætt að börnin fái annars konar örvun en þá eina að sitja yfir bóklegu námi, án þess að ég geri lítið úr því. En list- og verkgreinar og skapandi skólastarf veitir börnum tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna sér leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Námið getur hjálpað þeim að fá útrás, leita huggunar, samsama sig, ýta undir tilfinningar eða sefa þær. Ég tel því kennslu list- og verkgreina sérstaklega mikilvæga nú á tímum faraldursins. Betri líðan betri námsárangur Það er svo mikilvægt að börnin upplifi að það sé gaman í skólanum og í öllum þessum aðþrengingum að þau upplifi rými til að skapa, vera og stækka. Ef börnum líður ekki vel í skólanum og þau upplifa ekki að það sé gaman þá dregur einfaldlega úr námsárangri. Það er þekkt. Starfsfólk skóla- og frístundamála á hins vegar heiður skilinn fyrir að standa vörð um börnin okkar og allt það ómælda og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt af mörkum við að halda úti óslitnu, faglegu starfi og þjónustu við börnin okkar í faraldrinum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar