Borgarstjórn

Fréttamynd

Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stungan að í­búðum VR í Úlfarsár­dal

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR.

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé að versna í leik­­skóla­­málunum

Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkja minni hækkun launa

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn og Sam­fylking tapa fluginu

Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. 

Skoðun
Fréttamynd

Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera

Íbúalýðræði og íbúaráðin í Reykjavík hafa verið til umræðu síðustu misserin eftir íbúaráðsfund Laugardals fyrir stuttu en þar átti sér stað einstakt atvik sem búið er að biðjast afsökunar á. Atvik sem á engan hátt endurspegla mikilvægt starf íbúaráðanna í hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki ég, ekki ég

Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur les Peterson pistilinn

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Innlent
Fréttamynd

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti sam­starfs­aðilinn í því verk­efni Parísar­borg. Verður um að ræða sam­starfs­verk­efni Reykja­víkur­borgar og Parísar­borgar í fram­halds­verk­efni fyrri verk­efna hans þar sem mark­miðið hefur verið að bæta hjóla­stóla­að­gengi.

Innlent
Fréttamynd

Biður íbúa í Laugar­dal af­sökunar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn gerir starfs­menn að blóra­bögglum

Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. 

Skoðun
Fréttamynd

Vildi vernda starfs­menn fyrir á­rásum Kol­brúnar

For­maður borgar­ráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfs­menn borgarinnar á borgar­ráðs­fundi í gær. Odd­viti Flokks fólksins er ó­sáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna um­deildra sam­skipta starfs­manna sem odd­vitinn segir ekki spretta upp í tóma­rúmi. 

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­skipti starfs­mannanna gefi kol­ranga mynd af starfi borgarinnar

Odd­viti Pírata í borgar­stjórn segir af og frá að lýð­ræðis-og sam­ráðs­vett­vangar Reykja­víkur séu upp á punt, líkt og að­stoðar­maður ráð­herra hefur spurt sig að opin­ber­lega í kjöl­far frétta­flutnings af um­deildum sam­skiptum starfs­manna borgarinnar á fundi með í­búum. Sam­skiptin verða til um­fjöllunar í borgar­ráði í dag en Dóra segir þau gefa kol­ranga mynd af starfi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Í­búa­ráðin- sýndar­sam­ráð

Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­full­trúar eru á of háum launum

Launagreiðslur borgarfulltrúa hafa oft reynst þeim sjálfum erfið og óþægileg til umræðu. En sama hvort borgarfulltrúum líkar það betur eða verr, eru breytingar á launafyrirkomulagi þeirra aldrei samþykktar án aðkomu borgarstjórnar. Núverandi launafyrirkomulag var nefnilega samþykkt í borgarstjórn árið 2017. Við megum heldur ekki veigra okkur við því að ræða mál sem kunna að vera óvinsæl í sölum borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Gagna­hlað­borð Reykja­víkur er komið í loftið

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­skóla­börnin fá engar verð­bætur

Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Nýir dag­for­eldrar fá milljón í stofn­styrk

Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 

Innlent