Mælaborð, viðburðadagatöl og uppskrúfaðar glærukynningar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifa 6. mars 2024 12:30 Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar