Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 13:04 Vesturbæjarlaug lokar í einn dag í ár í stað níu eins og í fyrra. Vísir/Arnar Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023.
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira