Tennis

Fréttamynd

Sharapova auðveldlega í aðra umferð

Maria Sharapova, efsta kona heimslistans í tennis, var ekki í miklum erfiðleikum með hina áströlsku Anastasiu Rodionovu í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Djokovic

Serbinn Novak Djokovic hóf titilvörn sína í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu með þægilegum sigri á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero 6-3, 6-3 og 6-1.

Sport
Fréttamynd

Venus úr leik við fyrstu hindrun

Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.

Sport
Fréttamynd

Enn syrtir í álinn hjá sparkvissa tenniskappanum

Ekki er ólíklegt að Argentínumaðurinn David Nalbandian hugsi sig tvisvar um næst þegar hann reiðist á tennisvellinum. Nalbandian sparkaði sem kunnugt er í auglýsingaskilti í úrslitaleik Aegon mótsins í London á sunnudag með þeim afleiðingum að línudómari meiddist á fæti.

Sport
Fréttamynd

Strik í reikninginn hjá Wimbledon-meistaranum

Tenniskonan Petra Kvitova féll úr leik í fyrstu umferð á Eastbourne-mótinu í tennis í Englandi í dag. Mótið er iðulega hugsað sem upphitunarmót fyrir Wimbledon-mótið sem hefst í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur úr leik fyrir að slasa dómara

Tenniskappinn David Nalbandian vill örugglega gleyma deginum í dag sem fyrst. Setti yfir í úrslitaleiknum á Queens-mótinu í Wimbledon í Englandi var honum vikið úr keppni fyrir að slasa línudómara.

Sport
Fréttamynd

Maria Sharapova vann úrslitaleikinn létt - risamótafernan í húsi

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova tryggði sér sigur á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á Sara Errani frá Ítalíu í tveimur hrinum í úrslitaleiknum, 6-3 og 6-2. Það tók Sharapovu aðeins 89 mínútur að tryggja sér sigur í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Sharapova getur komist í fámennan hóp í dag

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova á möguleika að komast í í fámennan hóp vinni hún opna franska mótið í kvöld. Með sigri hefur henni tekist að vinna öll fjögur risamótin og það hefur aðeins níu öðrum tenniskonum tekist í sögunni.

Sport
Fréttamynd

Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer

Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Nadal í úrslit eftir auðveldan sigur

Spánverjinn Rafael Nadal lenti í engum vandræðum með landa sinn David Ferrer í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis. Nadal hefur ekki enn tapað setti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Nadal í undanúrslit í París

Spánverjinn Rafael Nadal lagði landa sinn Nicolas Almagro nokkuð örugglega að velli í fjórðungsúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Sport
Fréttamynd

Djokovic slapp með skrekkinn

Novak Djokovic lenti kröppum dansi þegar hann tryggði sér sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag. Djokovic sem er efstur á heimslistanum lenti 2-0 undir gegn Ítalanum Andreas Seppi en vann þrjú sett í röð og komst áfram.

Sport
Fréttamynd

Djokovic vann sigur í skugga andláts afa síns

Novak Djokovic tryggði sér í gær sæti í fjórðungsúrslitum Monte Carlo-mótsins í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Úkraínumanninum Alexandr Dolgopolov. Aðeins fáeinum klukkustundum fyrir viðureignina fékk hann fregnir af andláti afa síns.

Sport
Fréttamynd

Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný

Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina.

Sport
Fréttamynd

Federer sýndi mátt sinn í Dúbæ

Roger Federer sýndi að hann ætlar sér að komast aftur í efsta sæti heimslistans með því að bera sigur úr býtum á Dúbæ-meistaramótinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Caroline Wozniacki sár út í Navratilovu

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum.

Sport