Sport

Síðasta einliðaleik Clijsters lauk með svekkjandi tapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Belginn Kim Clijsters er úr leik í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Clijsters tapaði í 2. umferð gegn Lauru Robson frá Bretlandi í spennuþrungnum leik 7-6 og 7-6 í dag.

Clijsters, sem er enn á meðal keppenda í tvíliða- og tvenndarleik á mótinu, hefur því spilað sinn síðasta einliðaleik á ferlinum. Sú belgíska gaf út að mótið yrði hennar síðasta á atvinnumótaröðinni.

„Ég hef spilað marga af mínum bestu tennisleikjum á Opna bandaríska. Staðurnin hefur veitt mér innblástur og þetta er góður staður til að hætta. Ég vildi samt að það hefði ekki verið strax í dag," sagði Clijsters vann þrívegis sigur á mótinu í New York á ferli sínum.

„Þetta hefur verið frábært ævintýri. Svo sannarlega þess virði en ég hlakka til næsta hluta í lífi mínu," segir Clijsters sem er 29 ára og ætlar að einbeita sér að fjölskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×