Hryðjuverk í Útey

Fréttamynd

Katrín syngur í Osló

Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. "Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum

Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er.

Erlent
Fréttamynd

Sér eftir látalátum við geðlækna

"Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur."

Erlent
Fréttamynd

Skelfileg aðkoma eftir árásina

Norski öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen segir að ástandið í miðborg Óslóar hafi einna helst líkst stríðsvettvangi eftir að Anders Behring Breivik hafði sprengt 950 kílógramma sprengju fyrir utan stjórnsýslubygginguna, þar sem forsætisráðherrann hafði aðsetur.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjutilræðið í Osló sett á svið

Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir.

Innlent
Fréttamynd

Segist fórnarlamb kynþáttamisréttis

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik segir umræðu um geðheilsu sína einkennast af kynþáttamisrétti. Þetta sagði hann fyrir dómi í gær, en þar með lauk vitnisburði hans í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar

Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið

Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér.

Erlent
Fréttamynd

Aðstandendur fórnarlamba Breivik varaðir við réttarhaldinu í dag

Aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik hafa verið varaðir við að sitja í réttarhaldinu yfir honum í dag. Þá verður farið nákvæmlega í gegnum hvert þeirra 69 morða sem Breivik framdi í Útey og Breivik beðinn að útskýra gjörðir sínar í smáatriðum.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar.

Erlent
Fréttamynd

Grétu yfir frásögn Breiviks

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, vildi afhausa Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra, taka upp aftökuna og sýna hana á Netinu. Þetta sagði hann í réttarhöldum í dag. Fjórði dagur réttarhaldanna fer nú fram og enn er verið að taka skýrslu af sakborningi. Þar lýsti hann árás sinni í Útey. Saksóknari krafðist þess að stutt hlé yrði gert á réttarhöldunum þegar hann sá að fjöldi fólks sem var samankominn í réttarsalnum til að fylgjast með réttarhöldunum var farinn að skæla.

Erlent
Fréttamynd

Segir Breivik hafa tögl og haldir í réttarsalnum

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik mætti í morgun fyrir rétt, fjórða daginn í röð. Norskir miðlar greina frá því að í þetta skipti hafi hann ekki heilsað með sama hætti og hina dagana, það er að segja að hætti öfga hægri manna.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Stærir sig af fjöldamorðum

Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Segja Breivik vera ímyndunarveikan

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana.

Erlent
Fréttamynd

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Erlent
Fréttamynd

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Erlent
Fréttamynd

Breivik grét í dómsal - myndband

Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik grét í dómsal í dag en réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. Hann felldi ekki tárin vegna samvisku eða eftirsjár vegna fjöldamorðanna í Útey heldur spilaði saksóknarinn í málinu áróðursmyndband sem hann útbjó stuttu fyrir voðaverkin. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið svo stoltur af myndbandinu þar sem hann lýsir öfgafullum skoðunum sínum að hann hafi ekki getað haldið aftur tárunum. Breivik lýsti sig sekan um öll 77 morðin en þeim var lýst ítarlega í dómsal í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Erlent
Fréttamynd

Sakhæfismat gleður Breivik

Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur

Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur.

Erlent
Fréttamynd

Segja að Breivik sé sakhæfur

Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu.

Erlent
Fréttamynd

Breivik féllst á að gefa CNN einkaviðtal fyrir réttarhöld

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur fallist á að gefa bandarísku fréttastofunni CNN viðtal fyrir réttarhöldin yfir honum sem eiga að hefjast 16. apríl næstkomandi. CNN staðfestir við NRK að þeir hafi falast eftir viðtali við fjöldamorðingjann sem myrti 77 vinstri sinnuð ungmenni í Útey síðasta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Margir með afbrot að baki

Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen.

Erlent
Fréttamynd

Gengst við mistökum

Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan í Noregi biðst afsökunar

Talsmaður lögreglunnar í Noregi sagði í dag að viðbrögð lögregluyfirvalda hefðu verið silaleg þegar upp komst um skotárás Anders Behring Breivik í Útey.

Innlent