Erlent

Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju

Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði með fastistakveðju þegar hann mætti í dómsalinn í Osló þar sem réttarhöldin yfir honum hófust í morgun.

Þá endurtók hann þau orð sín að hann viðurkenni ekki lögsögu réttarsins yfir sér þar sem dómarinn í málinu sé vanhæfur. Dómarinn sem hér um ræðir heitir Wenche Arntzen og mun vera mikil vinkona Hanne Harlem systur Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Gro Harlem var eitt af skotmörkum Breivik í árás hans á Úteyju en var farin úr eyjunni þegar fjöldamorðin þar hófust.

Fyrstu tímarnir í réttarhöldunum fóru í að lýsa ákærunni en það tók töluverðan tíma. Hvert af morðunum 77 sem Breivik framdi var talið upp sér og því lýst ítarlega. Eftir að þessu lauk lýsti Breivik sig sekann um öll morðin og bar við neyðarrétti.

Hér má sjá þegar Breivik lýsir afstöðu sinni til réttarhaldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×