Erlent

Grétu yfir frásögn Breiviks

HJH og JHH skrifar
Anders Behring Breivik mætti fyrir réttinn í dag.
Anders Behring Breivik mætti fyrir réttinn í dag. mynd/ afp.
Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, vildi afhausa Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra, taka upp aftökuna og sýna hana á Netinu. Þetta sagði hann í réttarhöldum í dag. Fjórði dagur réttarhaldanna fer nú fram og enn er verið að taka skýrslu af sakborningi. Þar lýsti hann árás sinni í Útey. Saksóknari krafðist þess að stutt hlé yrði gert á réttarhöldunum þegar hann sá að fjöldi fólks sem var samankominn í réttarsalnum til að fylgjast með réttarhöldunum var farinn að gráta.

Að loknu hléi sagðist Breivik hafa hugleitt nánast daglega frá árinu 2006 í því skyni að losna við allan ótta og tilfinningar. Þegar saksóknari spurði af hverju hann hafi þá fellt tár þegar áróðursmyndband hans var sýnt á fyrsta degi réttarhaldanna gaf fjöldamorðinginn ekki skýrt svar og fór að tala um val hans á tónlist. Hann sagðist ekki ætla að svara frekari spurningum þann daginn. Réttarhöldunum í dag er því lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×