Icesave

Fréttamynd

Könnun MMR: Helmingur vill kjósa aftur um Icesave

Helmingur landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt Icesave samkomulag en hinn helmingurinn vill að Alþingi taki ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR þar sem kannað var hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag

Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlaganefnd fundar um símtal Davíðs

Fjárlaganefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar í kvöld klukkan átta. Nefndin mun hitta fulltrúa frá Seðlabankanum og ræða umdeilt símtal Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra, og Meryn Kings.

Innlent
Fréttamynd

Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum

Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn vill afsökunarbeiðni frá Brown

„Ef Gordon Brown vill vera heiðarlegur maður ætti hann að biðjast afsökunar á að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Wall Street Journal.

Innlent
Fréttamynd

Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar

Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega

Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunn­spár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterk rök fyrir því að ljúka Icesave málinu

Seðlabankinn telur sterk rök vera fyrir því að ljúka Icesave-deilunni með samningum við bresk og hollensk stjórnvöld. Bankinn segir nýja Icesave-samninginn töluvert hagstæðari en fyrri samningsdrög. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Seðlabankans um Icesave til fjárlaganefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum

Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icesave hafi ekki áhrif á lánshæfismat

Indefence hópurinn vill að Icesavesamningurinn verði borinn undir lánsmatshæfisfyrirtækin áður en hann verður afgreiddur á Alþingi til að full vissa fáist um það fyrirfram að lánshæfismat Íslands muni ekki falla verði samningsdrögin staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Lausn Icesave auðveldar afnám gjaldeyrishafta

Friðrik Már Baldursson forseti Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir að lausn Icesave deilunnar muni auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna, opna alþjóðlega fjármálamarkaði fyrir Íslandi og leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar hérlendis. Þá muni samskiptin við nágrannþjóðirnar batna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icesave reikningurinn gæti lækkað

Ætla má að kostnaður þjóðarbúsins vegna Icesave reikningana lækki úr fimmtíu milljörðum króna í um tuttugu. Talið er að skilanefnd Landsbankans fái mun hærra verð fyrir Iceland-keðjuna en ætlað var, en þeir fjármunir fara að hluta upp í Icesave kröfurnar.

Innlent
Fréttamynd

Bestu viðskipti ársins: Icesave-samningarnir

Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangs­mikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forsetinn tekur ákvörðun um Icesave í febrúar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að hann muni taka ákvörðun um hvort vísa beri nýjum Icesavesamning til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki fyrir lok febrúar. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann á Bloomberg fréttaveitunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til áréttingar vegna Icesave fréttar

Vegna fréttar okkar í gær um forgangsrétt á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans skal árétta að Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, benti á galla á eldra Icesave samkomulagi sem skrifað var undir í júní 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snúið upp á hendurnar á Geir og Árna

„Þetta var allt stopp," sagði Vilhjálmur Egilsson, aðspurður um gagnrýni á stuðning hans við Icesave samkomulagið sem var gert í fyrra. Samningurinn sem var kynntur fyrir fáeinum dögum er töluvert betri en sá samningur, í það minnsta þegar litið er til vaxtaprósentunnar.

Innlent
Fréttamynd

Svaraði ekki beint um stuðning allra í ríkisstjórn við Icesave

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra og þingmaður VG svaraði því ekki beint þegar hann var spurður að því á þingi í dag hvort Icesave málið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Þá sagðist hann ætla að sjá til með það hvort Icesavemálið farið að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent