Viðskipti innlent

Telja gengisáhrif af Icesave innan ásættanlegra marka

Að gefnum gjaldeyrishöftum og engum meiriháttar utanaðkomandi skellum er nokkuð líklegt að gengisáhrif krónunnar á Icesave skuldbindinguna verði innan ásættanlegra marka þ.e. að krónan veikist ekki umtalsvert umfram 15-20%.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem lagt er mat á nýjan Icesavesamning. Þar segir að enda bendi flest til að áfram verði afgangur af viðskiptum við útlönd og að bankakerfið standi traustum fótum í skjóli gjaldeyrishaftanna.

Ef ríkisstjórnin hinsvegar ákveður að stíga stór skref í afnámi hafta á næstu mánuðum eða árum munu líkurnar óhjákvæmilega aukast á verulegri gengisveikingu og þar með hærri Icesave reikningi.

„Að okkar mati er því ólíklegt að hróflað verði við gjaldeyrishöftunum svo um munar fyrr en verulega hefur gengið á höfuðstól skuldarinnar sem verður væntanlega ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 1-2 ár," segir í Markaðspunktunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×