Innlent

Forsetinn vill afsökunarbeiðni frá Brown

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar segir að ákvörðun sín um að synja Icesave staðfestingar hafi verið sú mikilvægasta á forsetaferlinum.
Ólafur Ragnar segir að ákvörðun sín um að synja Icesave staðfestingar hafi verið sú mikilvægasta á forsetaferlinum.
„Ef Gordon Brown vill vera heiðarlegur maður ætti hann að biðjast afsökunar á að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við The Wall Street Journal.

Í viðtali við Ólaf Ragnar er fjallað um efnahagsfárviðrið sem gekk yfir Ísland fyrir rúmum tveimur árum síðan og eftirmálana af því. Þá er ítarlega fjallað um ákvörðun Ólafs að synja lögunum um Icesave staðfestingar fyrir ári síðan. Ólafur Ragnar segir að það sé mikilvægasta ákvörðun sem hann hafi tekið á forsetaferli sínum. Það hafi komið á daginn að það hafi verið rétt ákvörðun.

„Á endanum reyndist þetta vera góð ákvörðun fyrir lýðræðið, fyrir landið, fyrir efnahagslega stöðu okkar og fyrir samskipti okkar við Bretland, Holland og umheiminn," sagði Ólafur Ragnar í samtali vð The Wall Street Journal.

Gordon Brown var sem kunnugt er forsætisráðherra Breta þegar neyðarlögin voru sett hér á landi haustið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×