Viðskipti innlent

Forsetinn tekur ákvörðun um Icesave í febrúar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að hann muni taka ákvörðun um hvort vísa beri nýjum Icesavesamning til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki fyrir lok febrúar. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann á Bloomberg fréttaveitunni.

Forsetinn, sem staddur er í Abu Dhabi segir að spurningin um þjóðaratkvæði eða ekki verði ekki upp á borðinu fyrr en Alþingi hafa fjallað um málið og afgreitt það. Gerir hann greinilega ráð fyrir að sú afgreiðsla taki skamman tíma þar sem þing kemur ekki saman fyrr en 17. janúar.

Bloomberg rifjar upp fyrri ummæli forsetans um að Icesave snúist um skuldir einkabanka þannig að íslenska þjóðin eigi að hafa síðasta orðið þegar kemur að Icesave. Forsetinn vildi ekki tjá sig um þessi umæli í dag, samkvæmt frétt Blomberg, þar sem Icesave málið er..."hluti af pólitísku ferli okkar og ég ræði slíkt ekk við íslenska fjölmiðla né nokkra aðra miðla," segir Ólafur Ragnar Grímsson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×