Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Af­hjúpar það sem er ó­­þægi­­legt að segja upp­­hátt

„Ég fýla að segja sögur um manneskjur, að kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt,“ segir leikstjórinn Katrín Björgvinsdóttir, sem leikstýrir sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum. Blaðamaður ræddi við Katrínu um listsköpunina og lífið.

Menning
Fréttamynd

Rocky-leikarinn Burt Young látinn

Bandaríski leikarinn Burt Young, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Pi­per Lauri­e er látin

Banda­ríska leik­konan Pi­per Lauri­e, sem þekktust er fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum The Hustler og Carri­e en einnig sjón­varps­þátta­röðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Lena Olin verður Hulda Hermannsdóttir

Sænska leikkonan Lena Olin mun fara með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsseríu sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistri.

Lífið
Fréttamynd

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið
Fréttamynd

Tekst á við bróður­missinn með tón­listina og hlaupin að vopni

Óskar Logi Ágústs­son hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan í sau­tján ár, allt frá því að hann stofnaði hljóm­sveitina í grunn­skóla á Álfta­nesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina.

Lífið
Fréttamynd

Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor

„Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Notaður í aug­lýsingu með gervi­greind án leyfis

Tom Hanks hefur varað að­dá­endur sína við því að í um­ferð sé aug­lýsing á vegum trygginga­fyrir­tækis þar sem gervi­greind er nýtt til að nota leikarann í aug­lýsingunni. Þetta er án hans að­komu og sam­þykkis.

Lífið
Fréttamynd

Fór í forn­fræði og guð­fræði en gat ekki flúið ör­lögin

Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt.

Lífið
Fréttamynd

Urmull af ís­lenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina

Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Aníta Briem slær sér upp

Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum.

Lífið
Fréttamynd

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Lífið