Skroll-Viðskipti Ekki fjallað um virkjanaleyfi vegna ónægra upplýsinga Orkustofnun fjallar ekki um virkjanaleyfi fyrir HS orku fyrr en fyrirtækið hefur fært henni frekari gögn um nýtingarþol jarðhitasvæðisins úti á Reykjanesi. Málið hefur verið í höndum HS orku síðan í mars. Viðskipti innlent 24.8.2010 18:31 Árni Páll vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vill að tíminn sem fólk á rétt til atvinnuleysisbóta verði lengdur tímabundið úr þremur árum í fimm. Þetta kom fram á samráðsfundi hans með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var 16. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 23.8.2010 17:09 Skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í bígerð Tvö skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans eru á leið til dómstóla. Skaðabótakröfurnar í málunum skipta tugum milljarða, en ítrasta krafan í stærra málinu nemur um 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22.8.2010 18:18 Tilboð Magma dugar ekki VG Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Viðskipti innlent 21.8.2010 18:32 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Viðskipti innlent 20.8.2010 18:59 Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Viðskipti innlent 19.8.2010 17:15 Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Viðskipti innlent 18.8.2010 17:34 Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Viðskipti innlent 18.8.2010 17:41 Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Viðskipti innlent 15.8.2010 18:09 Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. Viðskipti innlent 11.8.2010 18:32 Jóhanna: „Erum líklega að ná samkomulagi við AGS“ Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að ná samkomulagi við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Viðskipti innlent 10.8.2010 18:38 Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. Viðskipti innlent 7.8.2010 18:35 Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Viðskipti innlent 5.8.2010 17:53 ESB undir þrýstingi að refsa Íslandi vegna makrílveiðanna Mikill þrýstingur er nú á stjórn Evrópusambandsins um að beita Íslendinga og Færeyingar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þessara þjóða. Viðskipti innlent 3.8.2010 07:47 Kyrrsettu 111 milljónir í eigu Jóns Ásgeirs Slitastjórn Glitnis banka hf. fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Slitastjórn Glitnis segir að kyrrsetningin komi til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí síðastliðinn. Viðskipti innlent 30.7.2010 18:12 Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Viðskipti innlent 28.7.2010 18:40 « ‹ 1 2 ›
Ekki fjallað um virkjanaleyfi vegna ónægra upplýsinga Orkustofnun fjallar ekki um virkjanaleyfi fyrir HS orku fyrr en fyrirtækið hefur fært henni frekari gögn um nýtingarþol jarðhitasvæðisins úti á Reykjanesi. Málið hefur verið í höndum HS orku síðan í mars. Viðskipti innlent 24.8.2010 18:31
Árni Páll vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vill að tíminn sem fólk á rétt til atvinnuleysisbóta verði lengdur tímabundið úr þremur árum í fimm. Þetta kom fram á samráðsfundi hans með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var 16. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 23.8.2010 17:09
Skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í bígerð Tvö skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans eru á leið til dómstóla. Skaðabótakröfurnar í málunum skipta tugum milljarða, en ítrasta krafan í stærra málinu nemur um 20 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22.8.2010 18:18
Tilboð Magma dugar ekki VG Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Viðskipti innlent 21.8.2010 18:32
Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Viðskipti innlent 20.8.2010 18:59
Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Viðskipti innlent 19.8.2010 17:15
Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Viðskipti innlent 18.8.2010 17:34
Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Viðskipti innlent 18.8.2010 17:41
Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Viðskipti innlent 15.8.2010 18:09
Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. Viðskipti innlent 11.8.2010 18:32
Jóhanna: „Erum líklega að ná samkomulagi við AGS“ Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé að ná samkomulagi við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Viðskipti innlent 10.8.2010 18:38
Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. Viðskipti innlent 7.8.2010 18:35
Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Viðskipti innlent 5.8.2010 17:53
ESB undir þrýstingi að refsa Íslandi vegna makrílveiðanna Mikill þrýstingur er nú á stjórn Evrópusambandsins um að beita Íslendinga og Færeyingar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þessara þjóða. Viðskipti innlent 3.8.2010 07:47
Kyrrsettu 111 milljónir í eigu Jóns Ásgeirs Slitastjórn Glitnis banka hf. fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Slitastjórn Glitnis segir að kyrrsetningin komi til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí síðastliðinn. Viðskipti innlent 30.7.2010 18:12
Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Viðskipti innlent 28.7.2010 18:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent