Leikhús

Fréttamynd

„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“

Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 

Lífið
Fréttamynd

Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins.

Menning
Fréttamynd

Þríleikurinn fullkomnaður með Birni og Ilmi

Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir verða í aðalhlutverkum í þriðja og síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga í vetur. Þau bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B.

Menning
Fréttamynd

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Naktir nemendur sýna Grease

Eitt af einstaklingsverkefnum Listaháskólans er uppsetning á söngleiknum Grease. Þrjár sýningar verða sýndar á einum degi, næstkomandi laugardag. Söngleikurinn verður þó í aðeins öðru formi en áður þar sem allir leikarar verða naktir, alla sýninguna. Miðar á sýningar seldust upp á mettíma. Hópurinn sem kemur að verkinu er orðinn náinn og vel búinn undir frumsýningu. Farsímar verða bannaðir í salnum. 

Menning
Fréttamynd

Fjöl­menntu í prufur fyrir Fíu­sól í Borgar­leik­húsinu

Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur.  

Menning
Fréttamynd

Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi

Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“.

Menning
Fréttamynd

Krabba­meins­bar­áttan varð að dans­verki

Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu.

Menning
Fréttamynd

Stjörnu­fans á frum­­sýningu

Öllu var tjaldað til á síðustu frumsýningu leikársins síðastliðið föstudagskvöld en um er að ræða verkið Svartþröst í Borgarleikhúsinu. Verkið er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar og með aðalhlutverkin tvö fara þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson.

Menning
Fréttamynd

Leik­húsið leitar að kátum krökkum

Nú með vaxandi vormánuðum er haustdagskrá leikhúsanna óðum að taka á sig mynd. Ein af fyrirhuguðum frumsýningum næsta leikárs er fjölskyldusöngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp, sem byggir á vinsælum bókaflokki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.

Menning
Fréttamynd

Óperu­draugurinn hefur sungið sitt síðasta

Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. 

Menning
Fréttamynd

Árni Tryggva allur

Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins.

Menning
Fréttamynd

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.

Menning
Fréttamynd

Leið eins og kráku í fjársjóðsleit

Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Lífið
Fréttamynd

Racial Stereotypes in the Icelandic Opera

The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates.

Skoðun
Fréttamynd

Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins

Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Lífið