„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. júní 2023 20:00 Júlí Heiðar er afar þakklátur fólkinu sem hann hefur í kringum sig sem hefur staðið við bakið á honum í gegnum lífsins ólgusjó. Vísir/Villi Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. Lagið Blautt dansgólf hefur sett strik í reikninginn í lífi Júlí Heiðars og dregið ákveðinn dilk á eftir sér. „Þetta gerist á svo skömmum tíma og athyglin og áreitið verður rosalegt. Það var stöðugt verið að hringja í mig og senda mér skilaboð úr leyninúmeri. Ég gat ekki gengið niður Laugaveginn án áreitis eða að einhver fór að hlæja eftir að hafa gengið fram hjá mér. Ég vissi alveg að það var ekki verið að hlæja með mér, heldur að mér,” segir Júlí sem gaf út lagið árið 2009 með skólafélaga sínum úr Borgarholtsskóla, Sigurði Antoni Friðþjófssyni. „Lagið kom út þegar samfélagsmiðlar voru að byrja og barst fljótt á milli manna. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta var stórt á þessum tíma og fannst þetta í raun bara fyndið átján ára gamall. En það sem tók við var ekki frábært,” segir Júlí og heldur áfram: „Á þessum tímapunkti var mikil áfengisdrykkja og vímuefni. Ég var annað hvort að spila eða skemmta mér allar helgar sem var farið að reyna mjög mikið á mig andlega. Vinasambönd og samband mitt við foreldra mína voru skrítin og ég var ekki horfa fram á veginn í átt að markmiðum mínum og draumum. Allt snérist í rauninni um það hvað væri að gerast næstu helgi.” „Það var alltaf eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég þyrfti að sanna mig, sama hvernig ég færi að því. Ég var að leitast eftir einhverri viðurkenningu því mér leið ekki nógu vel. Ég var orðin þekktur og það fyllti eitthvað tóm sem lét mér líða betur í smá tíma. Svo leið mér bara verr eftir því sem tíminn leið og ég fór að vera þekktur fyrir þetta ákveðna lag,” segir Júlí. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Eineltið hafði áhrif á sjálfsmyndina Júlí ólst upp í Þorlákshöfn. Hann fer fögrum orðum um uppeldi foreldra sinna en skólagangan var erfiðari. Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur sem hann tengir við áföll í æsku. „Ég var lagður í mjög mikið einelti í grunnskóla. Undanfarið hef ég hugsað mjög mikið um hvernig ég var sem krakki í grunnskóla. Ég var í tuttugu manna bekk og þar af voru sextán strákar sem ég átti ekki mikla samleið með. Ég var orkumikill, í samkvæmisdönsum og bar nafnið Júlí sem er nokkuð sérstakt. Ég fékk oft að finna fyrir því. Það var til dæmis stundum migið á mig og mér var hrint niður í sturtuklefa. Versta minningin er samt þegar ég kom út úr skólastofunni og strákarnir voru tilbúnir með bolta úr blautum klósettpappír, tilbúnir að grýta mig niður „Eftir að hafa hitt sálfræðinga og farið í gegnum tólf spor í meðvirknis-prógrammi, þá greinir maður sig og skoðar fortíðina. Ég leitaði svara um hvar þessi stöðuga leit að viðurkenningu annarra hófst,“ upplýsir Júlí einlægur en hugsi á svip: „Þegar ég lít aftur þá hugsa ég guð minn góður, þetta hefur ekki verið æðislegt fyrir sjálfsmyndina mína.“ Júlí leitaði í vinskap stelpnanna í bekknum, þar leið honum vel. „Ég hef oft hugsað út í það hvers vegna mér finnst betra að eiga í samskiptum við konur en karla. Mér líður til að mynda betur ef yfirmaðurinn minn er kona. Ég var líka mikið einn með mömmu, þar sem pabbi er sjómaður.“ „Get ekki fyrirgefið mér fyrir fortíðina. Getiði fyrirgefið mér, getiði fyrirgefið mér?“ Lagið Brenndur segir söguna um fyrrnefnt tímabil sem reyndist erftt fyrir fjölskylduna í heild sinni. Hann lítur um öxl með eftirsjá í garð foreldra sinna, sérstaklega gagnvart mömmu sinni. Listin í blóð borin Júlí fékk snemma áhuga á tónlist og dansi. Honum er listin í blóð borin en móðir hans hefur kennt samkvæmisdans til fjölda ára. Júlí Heiðar fylgdi henni sem skuggi fyrstu árin og fylgdist með danstímum áður en hann fór sjálfur að æfa. „Ég byrjaði að æfa samkvæmisdans þegar ég var sex ára gamall og hætti um átján ára. Á þeim tíma var ég að byrja að semja tónlist og vildi prófa eitthvað nýtt í dansinum. Samkvæmisdansinn var tímafrekur og mig langaði að prófa frjálsari dansstíla,“ segir Júlí og heldur áfram: „Ég prófaði hipphopp og fann mig þar er blanda af allskonar stílum. Ég gat klæðst mínum eigin fötum og strigaskóm, en ekki í hælaskóm úr rússkini. Að sama skapi er samkvæmisdansinn frábær og góður grunnur sem ég bý að enn þann dag í dag. Ég var til dæmis Íslandsmeistari í gömlu dönsunum,“ segir hann léttur. Blómstraði eftir Listaháskólann Líkt og fyrr segir bar lítið á Júlí í rúman áratug. Hann samdi lög á bakvið tjöldin og hóf nám í leiklist við Listaháskóla Íslands sem hann segir sitt mesta gæfuspor í lífinu. „Ég sný blaðinu í rauninni ekki við fyrr en ég byrja í Listaháskólanum. Ég kynnist barnsmóður minni stuttu eftir að ég byrjaði i náminu. Við vorum saman í nokkur ár og eignumst strákinn okkar. Stuttu eftir að hann varð eins árs fórum við í sundur. Það tók verulega á mig og ég fór aftur frekar langt niður andlega, ekki eins langt niður og áður þó. Þarna þurfti ég bara að læra að díla við eigin tilfinningar,“ segir Júlí á einlægum nótum. Júlí Heiðar eignaðist frumburðinn 2018.Júlí Heiðar „Þegar ég var í skólanum byrjaði ég að semja mín eigin lög og texta sem ég var stoltur af og sýna manninn sem ég hafði að geyma. Mig langaði að losna undan týpunni sem fólk sá út frá Blautu dansgólfi. Ég sendi inn lög í Söngvakeppni sjónvarpsins og fór að vinna með tónlistarmanninum Degi Sigurðssyni,“ segir hann. „Fyrir þremur árum vildi ég gera aftur tónlist þar sem ég flyt lagið. Það byrjaði með Ástin heldur vöku, þá fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru,“ segir Júlí sem hefur samið hvern slagarann á fætur öðrum síðastliðin ár. Þar má nefna lög á borð við, Ég er, Brenndur og Koddahjal. Júlí Heiðar var tilnefndur sem Flytjandi ársins, Söngvari ársins og lagið Ástin heldur Vöku var tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 í mars. Þá frumflutti hann og Kristmundur Axel lagið, Ég er, sem er ákveðið framhald af laginu, Komdu tilbaka. Sérstaða með dansinum „Ég fattaði það eftir Hlustendaverðlaunin í mars að dansinn væri mín sérstaða sem íslenskur tónlistarmaður. Það væri synd að nýta ekki alla þessa reynslu og menntun sem ég hef í dansi og tengja við tónlistina,“ segir hann og stefnir á að gefa út fleiri danslög. „Mér finnst miklu skemmtilegra að koma fram og dansa með. Helst hefði ég alltaf viljað geta verið með dansara með mér á sviðinu,“ segir Júlí. Spurður hvort hann hafi átt sér einhverjar fyrirmyndir nefnir Júlí tónlistarmennina Justin Timberlake og Usher: „Mér þótti ótrúlega gaman að fylgjast með þeim á sviði þar sem þeir voru að syngja og taka kóreógrafíu samtímis. Mér fannst það geggjað.“ Lagið Koddahjal kom út í maí síðastliðnum og er fyrsta danslagið sem Júlí gefur út. Hann fékk til liðs við sig dansarana Anítu Rós og Kötu Vignis til að semja kóreógrafíu fyrir myndbandið sem hann birti á miðlinum TikTok. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ástfanginn upp fyrir haus Júlí er afar rómantískur og leggur áherslu á semja einlæga texta. Hann samdi meðal annars lagið Ástin heldur vöku til unnustunnar og leikkonunnar, Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur, þegar hann lá á koddanum og gat ekki sofnað þar sem hann var yfir sig ástfanginn. „Ég var bara að fara að sofa og gat ekki sofnað þar sem ég var bara heltekinn af ást af konunni sem ég er trúlofaður í dag,“ segir Júlí og heldur áfram: „Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera svona rosalega ástfanginn, eiginlega að sturlast af ást en ég skil það svo sem alveg, hún er bara einfaldlega frábær manneskja, gullfalleg og besti vinur minn eins væmið og það kann að hljóma,” segir Júlí um Dísu, eins og hún er kölluð. Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera svona rosalega ástfanginn Parið kynntist í Listaháskólanum en byrjuðu ekki að stinga saman nefjum fyrr en eftir útskrift. „Dísa hafði ekki hugmynd um að ég væri skotinn í henni,“ segir Júlí sem er þakklátur sameiginlegum vini þeirra, Árna Beinteini, sem ýtti við henni. Parið er tví-trúlofað þar sem þau hafa bæði farið á skeljarnar og hafa margt fyrir stafni áður en dagsetning verður ákveðin fyrir brúðkaup. „Það er svo margt sem okkur langar að gera og upplifa áður en við festum niður brúkaupsdag. Okkur langar kannski að eignast annað barn saman,“ segir Júlí einlægur og brosir út í annað en þau eiga sitthvorn drenginn úr fyrri samböndum. Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru tvítrúlofuð en hafa enn ekki ákveðið dagsetningu fyrir brúðkaupið.Instagram @juliheidar Tók fortíðina í sátt Líkt og fyrr segir dró lagið Blautt dansgólf dilk á eftir sér í lífi Júlí. Hann þarf reglulega að minna sig á hlutina sem hann er þakklátur fyrir í lífinu, telur þá upp í höfðinu. „Mér líður mjög vel í dag og finnst ég vera búinn að vinna úr mjög mörgu, ekki öllu sem mun örugglega seint gerast. Lífið er lærdómur sem lætur mann vaxa dag frá degi. Það er alltaf eitthvað innra með mér sem segir mér að ég þurfi að sanna mig, sama hvernig það er,“ segir Júlí og bætir við: „Ég er að gera fullt af góðum hlutum sem hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag. Ég er heppinn með það að hafa frábært fólk í kringum mig, bæði fjölskyldu og vini. Það gengur vel í tónlistinni og ég er í æðislegri vinnu hjá Arion banka. Ég tel mig því ansi lánsaman í lífinu,“ segir Júlí sáttur. Ég hleyp ekki frá fortíðinni en ég get sætt mig við hana Ný og ritskoðuð útgáfa „Þegar ég var búinn að taka til í lífi mínu, sætta mig við fortíðina, að ég hafi bara verið krakkakjáni þá breyttist hugarfarið mitt gagnvart laginu. Ég hleyp ekki frá fortíðinni en ég get sætt mig við hana og eignað mér frekar grínið í stað þess að láta það fara í taugarnar á mér,“ segir Júlí þegar hann ákvað að gefa nýja og endurbætta útgáfu af Blautu dansgólfi. Hann fékk tónlistarmennina Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, og Bomarz til liðs við sig. Lagið birtist á Spotify á miðnætti. „Mig langaði alltaf að þagga niður í þessu gríni og öllu þessu leiðinda áreiti sem fylgdi Blautu dansgólfi. Ég er ekkert rosalega viðkvæmur en ég nennti bara ekki að þetta myndi lita allan minn tónlistarferil og brennimerkja tónlistina sem ég gef út í dag, sérstaklega þau lög og texta sem koma beint frá hjartanu,“ segir Júlí einlægur og rifjar upp hvað honum blöskraði þegar hann hlustaði á upprunalegu útgáfu lagsins aftur fyrir skemmstu. „Ég mundi ekki eftir því hvað þetta var mikill viðbjóður, textinn er ógeðslegur,“ segir Júlí alvarlegur á svip og heldur áfram: „Nýja útgáfan er með ritskoðuðum texta. Sigurður Anton, höfundur upprunalega lagsins, var með í ferlinu og kom með góða punkta hvað varðar breytingarnar sem ég gerði. Ég tók út allan viðbjóðinn úr laginu en hélt eins og ég gat í flæði og melódíur.“ Nýja útgáfan heldur í húmorinn og gömlu týpuna sem var uppfull af sjálfumgleði. „Þeir sem þekkja mig fatta grínið því þeir vita hvað þetta er langt frá mínum persónuleika og hegðun. Þeir sem þekkja mig ekki hafa líklega alltaf haldið að ég væri bara að meina hvert einasta orð í gamla textanum, eins og tanaður og massaður frá Þorlákshöfn. Það er korter í að vera sveitin,“ segir Júlí og hlær. Lagið sjá í spilaranum hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) „Bomarz pródúseraði og smíðaði beatið við nýja lagið og ég kastaði inn nokkrum hugmyndum sem mér fannst meika sens, Timbaland synthanum og einhverju sem einkenndi gamla lagið. Patrik kom svo sterkur inn í verkefnið en hugmyndin af þessari endurútgáfu sprettur einmitt upp þegar Bomarz er að sýna Patrik lagið Koddahjal sem ég gaf frá mér fyrir stuttu ásamt einmitt Bomarz og Þórdísi Björk. Það var frábært að fá Patrik inn í lagið enda er hann að gera frábæra hluti þessa dagana með hvern slagarann á fætur öðrum,“ segir Júlí ánægður með afraksturinn. Tónlist Leikhús Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís Björk skellti sér á skeljarnar á miðnætti Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka. 2. janúar 2023 08:41 Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög. 15. apríl 2023 17:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Lagið Blautt dansgólf hefur sett strik í reikninginn í lífi Júlí Heiðars og dregið ákveðinn dilk á eftir sér. „Þetta gerist á svo skömmum tíma og athyglin og áreitið verður rosalegt. Það var stöðugt verið að hringja í mig og senda mér skilaboð úr leyninúmeri. Ég gat ekki gengið niður Laugaveginn án áreitis eða að einhver fór að hlæja eftir að hafa gengið fram hjá mér. Ég vissi alveg að það var ekki verið að hlæja með mér, heldur að mér,” segir Júlí sem gaf út lagið árið 2009 með skólafélaga sínum úr Borgarholtsskóla, Sigurði Antoni Friðþjófssyni. „Lagið kom út þegar samfélagsmiðlar voru að byrja og barst fljótt á milli manna. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta var stórt á þessum tíma og fannst þetta í raun bara fyndið átján ára gamall. En það sem tók við var ekki frábært,” segir Júlí og heldur áfram: „Á þessum tímapunkti var mikil áfengisdrykkja og vímuefni. Ég var annað hvort að spila eða skemmta mér allar helgar sem var farið að reyna mjög mikið á mig andlega. Vinasambönd og samband mitt við foreldra mína voru skrítin og ég var ekki horfa fram á veginn í átt að markmiðum mínum og draumum. Allt snérist í rauninni um það hvað væri að gerast næstu helgi.” „Það var alltaf eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég þyrfti að sanna mig, sama hvernig ég færi að því. Ég var að leitast eftir einhverri viðurkenningu því mér leið ekki nógu vel. Ég var orðin þekktur og það fyllti eitthvað tóm sem lét mér líða betur í smá tíma. Svo leið mér bara verr eftir því sem tíminn leið og ég fór að vera þekktur fyrir þetta ákveðna lag,” segir Júlí. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Eineltið hafði áhrif á sjálfsmyndina Júlí ólst upp í Þorlákshöfn. Hann fer fögrum orðum um uppeldi foreldra sinna en skólagangan var erfiðari. Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur sem hann tengir við áföll í æsku. „Ég var lagður í mjög mikið einelti í grunnskóla. Undanfarið hef ég hugsað mjög mikið um hvernig ég var sem krakki í grunnskóla. Ég var í tuttugu manna bekk og þar af voru sextán strákar sem ég átti ekki mikla samleið með. Ég var orkumikill, í samkvæmisdönsum og bar nafnið Júlí sem er nokkuð sérstakt. Ég fékk oft að finna fyrir því. Það var til dæmis stundum migið á mig og mér var hrint niður í sturtuklefa. Versta minningin er samt þegar ég kom út úr skólastofunni og strákarnir voru tilbúnir með bolta úr blautum klósettpappír, tilbúnir að grýta mig niður „Eftir að hafa hitt sálfræðinga og farið í gegnum tólf spor í meðvirknis-prógrammi, þá greinir maður sig og skoðar fortíðina. Ég leitaði svara um hvar þessi stöðuga leit að viðurkenningu annarra hófst,“ upplýsir Júlí einlægur en hugsi á svip: „Þegar ég lít aftur þá hugsa ég guð minn góður, þetta hefur ekki verið æðislegt fyrir sjálfsmyndina mína.“ Júlí leitaði í vinskap stelpnanna í bekknum, þar leið honum vel. „Ég hef oft hugsað út í það hvers vegna mér finnst betra að eiga í samskiptum við konur en karla. Mér líður til að mynda betur ef yfirmaðurinn minn er kona. Ég var líka mikið einn með mömmu, þar sem pabbi er sjómaður.“ „Get ekki fyrirgefið mér fyrir fortíðina. Getiði fyrirgefið mér, getiði fyrirgefið mér?“ Lagið Brenndur segir söguna um fyrrnefnt tímabil sem reyndist erftt fyrir fjölskylduna í heild sinni. Hann lítur um öxl með eftirsjá í garð foreldra sinna, sérstaklega gagnvart mömmu sinni. Listin í blóð borin Júlí fékk snemma áhuga á tónlist og dansi. Honum er listin í blóð borin en móðir hans hefur kennt samkvæmisdans til fjölda ára. Júlí Heiðar fylgdi henni sem skuggi fyrstu árin og fylgdist með danstímum áður en hann fór sjálfur að æfa. „Ég byrjaði að æfa samkvæmisdans þegar ég var sex ára gamall og hætti um átján ára. Á þeim tíma var ég að byrja að semja tónlist og vildi prófa eitthvað nýtt í dansinum. Samkvæmisdansinn var tímafrekur og mig langaði að prófa frjálsari dansstíla,“ segir Júlí og heldur áfram: „Ég prófaði hipphopp og fann mig þar er blanda af allskonar stílum. Ég gat klæðst mínum eigin fötum og strigaskóm, en ekki í hælaskóm úr rússkini. Að sama skapi er samkvæmisdansinn frábær og góður grunnur sem ég bý að enn þann dag í dag. Ég var til dæmis Íslandsmeistari í gömlu dönsunum,“ segir hann léttur. Blómstraði eftir Listaháskólann Líkt og fyrr segir bar lítið á Júlí í rúman áratug. Hann samdi lög á bakvið tjöldin og hóf nám í leiklist við Listaháskóla Íslands sem hann segir sitt mesta gæfuspor í lífinu. „Ég sný blaðinu í rauninni ekki við fyrr en ég byrja í Listaháskólanum. Ég kynnist barnsmóður minni stuttu eftir að ég byrjaði i náminu. Við vorum saman í nokkur ár og eignumst strákinn okkar. Stuttu eftir að hann varð eins árs fórum við í sundur. Það tók verulega á mig og ég fór aftur frekar langt niður andlega, ekki eins langt niður og áður þó. Þarna þurfti ég bara að læra að díla við eigin tilfinningar,“ segir Júlí á einlægum nótum. Júlí Heiðar eignaðist frumburðinn 2018.Júlí Heiðar „Þegar ég var í skólanum byrjaði ég að semja mín eigin lög og texta sem ég var stoltur af og sýna manninn sem ég hafði að geyma. Mig langaði að losna undan týpunni sem fólk sá út frá Blautu dansgólfi. Ég sendi inn lög í Söngvakeppni sjónvarpsins og fór að vinna með tónlistarmanninum Degi Sigurðssyni,“ segir hann. „Fyrir þremur árum vildi ég gera aftur tónlist þar sem ég flyt lagið. Það byrjaði með Ástin heldur vöku, þá fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru,“ segir Júlí sem hefur samið hvern slagarann á fætur öðrum síðastliðin ár. Þar má nefna lög á borð við, Ég er, Brenndur og Koddahjal. Júlí Heiðar var tilnefndur sem Flytjandi ársins, Söngvari ársins og lagið Ástin heldur Vöku var tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 í mars. Þá frumflutti hann og Kristmundur Axel lagið, Ég er, sem er ákveðið framhald af laginu, Komdu tilbaka. Sérstaða með dansinum „Ég fattaði það eftir Hlustendaverðlaunin í mars að dansinn væri mín sérstaða sem íslenskur tónlistarmaður. Það væri synd að nýta ekki alla þessa reynslu og menntun sem ég hef í dansi og tengja við tónlistina,“ segir hann og stefnir á að gefa út fleiri danslög. „Mér finnst miklu skemmtilegra að koma fram og dansa með. Helst hefði ég alltaf viljað geta verið með dansara með mér á sviðinu,“ segir Júlí. Spurður hvort hann hafi átt sér einhverjar fyrirmyndir nefnir Júlí tónlistarmennina Justin Timberlake og Usher: „Mér þótti ótrúlega gaman að fylgjast með þeim á sviði þar sem þeir voru að syngja og taka kóreógrafíu samtímis. Mér fannst það geggjað.“ Lagið Koddahjal kom út í maí síðastliðnum og er fyrsta danslagið sem Júlí gefur út. Hann fékk til liðs við sig dansarana Anítu Rós og Kötu Vignis til að semja kóreógrafíu fyrir myndbandið sem hann birti á miðlinum TikTok. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Ástfanginn upp fyrir haus Júlí er afar rómantískur og leggur áherslu á semja einlæga texta. Hann samdi meðal annars lagið Ástin heldur vöku til unnustunnar og leikkonunnar, Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur, þegar hann lá á koddanum og gat ekki sofnað þar sem hann var yfir sig ástfanginn. „Ég var bara að fara að sofa og gat ekki sofnað þar sem ég var bara heltekinn af ást af konunni sem ég er trúlofaður í dag,“ segir Júlí og heldur áfram: „Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera svona rosalega ástfanginn, eiginlega að sturlast af ást en ég skil það svo sem alveg, hún er bara einfaldlega frábær manneskja, gullfalleg og besti vinur minn eins væmið og það kann að hljóma,” segir Júlí um Dísu, eins og hún er kölluð. Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera svona rosalega ástfanginn Parið kynntist í Listaháskólanum en byrjuðu ekki að stinga saman nefjum fyrr en eftir útskrift. „Dísa hafði ekki hugmynd um að ég væri skotinn í henni,“ segir Júlí sem er þakklátur sameiginlegum vini þeirra, Árna Beinteini, sem ýtti við henni. Parið er tví-trúlofað þar sem þau hafa bæði farið á skeljarnar og hafa margt fyrir stafni áður en dagsetning verður ákveðin fyrir brúðkaup. „Það er svo margt sem okkur langar að gera og upplifa áður en við festum niður brúkaupsdag. Okkur langar kannski að eignast annað barn saman,“ segir Júlí einlægur og brosir út í annað en þau eiga sitthvorn drenginn úr fyrri samböndum. Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru tvítrúlofuð en hafa enn ekki ákveðið dagsetningu fyrir brúðkaupið.Instagram @juliheidar Tók fortíðina í sátt Líkt og fyrr segir dró lagið Blautt dansgólf dilk á eftir sér í lífi Júlí. Hann þarf reglulega að minna sig á hlutina sem hann er þakklátur fyrir í lífinu, telur þá upp í höfðinu. „Mér líður mjög vel í dag og finnst ég vera búinn að vinna úr mjög mörgu, ekki öllu sem mun örugglega seint gerast. Lífið er lærdómur sem lætur mann vaxa dag frá degi. Það er alltaf eitthvað innra með mér sem segir mér að ég þurfi að sanna mig, sama hvernig það er,“ segir Júlí og bætir við: „Ég er að gera fullt af góðum hlutum sem hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag. Ég er heppinn með það að hafa frábært fólk í kringum mig, bæði fjölskyldu og vini. Það gengur vel í tónlistinni og ég er í æðislegri vinnu hjá Arion banka. Ég tel mig því ansi lánsaman í lífinu,“ segir Júlí sáttur. Ég hleyp ekki frá fortíðinni en ég get sætt mig við hana Ný og ritskoðuð útgáfa „Þegar ég var búinn að taka til í lífi mínu, sætta mig við fortíðina, að ég hafi bara verið krakkakjáni þá breyttist hugarfarið mitt gagnvart laginu. Ég hleyp ekki frá fortíðinni en ég get sætt mig við hana og eignað mér frekar grínið í stað þess að láta það fara í taugarnar á mér,“ segir Júlí þegar hann ákvað að gefa nýja og endurbætta útgáfu af Blautu dansgólfi. Hann fékk tónlistarmennina Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, og Bomarz til liðs við sig. Lagið birtist á Spotify á miðnætti. „Mig langaði alltaf að þagga niður í þessu gríni og öllu þessu leiðinda áreiti sem fylgdi Blautu dansgólfi. Ég er ekkert rosalega viðkvæmur en ég nennti bara ekki að þetta myndi lita allan minn tónlistarferil og brennimerkja tónlistina sem ég gef út í dag, sérstaklega þau lög og texta sem koma beint frá hjartanu,“ segir Júlí einlægur og rifjar upp hvað honum blöskraði þegar hann hlustaði á upprunalegu útgáfu lagsins aftur fyrir skemmstu. „Ég mundi ekki eftir því hvað þetta var mikill viðbjóður, textinn er ógeðslegur,“ segir Júlí alvarlegur á svip og heldur áfram: „Nýja útgáfan er með ritskoðuðum texta. Sigurður Anton, höfundur upprunalega lagsins, var með í ferlinu og kom með góða punkta hvað varðar breytingarnar sem ég gerði. Ég tók út allan viðbjóðinn úr laginu en hélt eins og ég gat í flæði og melódíur.“ Nýja útgáfan heldur í húmorinn og gömlu týpuna sem var uppfull af sjálfumgleði. „Þeir sem þekkja mig fatta grínið því þeir vita hvað þetta er langt frá mínum persónuleika og hegðun. Þeir sem þekkja mig ekki hafa líklega alltaf haldið að ég væri bara að meina hvert einasta orð í gamla textanum, eins og tanaður og massaður frá Þorlákshöfn. Það er korter í að vera sveitin,“ segir Júlí og hlær. Lagið sjá í spilaranum hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) „Bomarz pródúseraði og smíðaði beatið við nýja lagið og ég kastaði inn nokkrum hugmyndum sem mér fannst meika sens, Timbaland synthanum og einhverju sem einkenndi gamla lagið. Patrik kom svo sterkur inn í verkefnið en hugmyndin af þessari endurútgáfu sprettur einmitt upp þegar Bomarz er að sýna Patrik lagið Koddahjal sem ég gaf frá mér fyrir stuttu ásamt einmitt Bomarz og Þórdísi Björk. Það var frábært að fá Patrik inn í lagið enda er hann að gera frábæra hluti þessa dagana með hvern slagarann á fætur öðrum,“ segir Júlí ánægður með afraksturinn.
Tónlist Leikhús Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís Björk skellti sér á skeljarnar á miðnætti Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka. 2. janúar 2023 08:41 Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög. 15. apríl 2023 17:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þórdís Björk skellti sér á skeljarnar á miðnætti Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka. 2. janúar 2023 08:41
Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög. 15. apríl 2023 17:01