Kosningar 2007 Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Innlent 2.5.2007 11:26 Spurning um pólitískan vilja Samfylkingin kynnti í gær tillögur sína um biðlistavanda í þjónustu við börn og aldraða. Fundurinn var haldinn fyrir utan aðalinngang Landspítala - háskólasjúkrahúss til að sýna með táknrænum hætti að færri komist í skjól spítalans en vilja. Innlent 29.4.2007 20:16 Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað. Innlent 29.4.2007 20:04 Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Innlent 29.4.2007 19:29 Meirihlutinn heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá. Innlent 28.4.2007 21:21 Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 28.4.2007 19:02 Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Innlent 28.4.2007 18:32 Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið. Innlent 28.4.2007 15:08 Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“ Innlent 28.4.2007 13:43 Framboðsfrestur útrunninn Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi. Tvö ný framboð hafa sótt um listabókstaf og hyggjast bjóða fram, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. Ekki er þó enn ljóst hvort þau skiluðu inn framboðslistum í öllum kjördæmum. Innlent 27.4.2007 13:25 Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Innlent 26.4.2007 14:39 Bein útsending frá blaðamannafundi um varnarmál Bein útsending er að hafin frá Stjórnarráðinu þar sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um nýgert samkomulag við Norðmenn í varnarmálum og viljayfirlýsingu sama efnis sem gerð var við Dani. Innlent 26.4.2007 13:48 Út í hött að byggja upp samgöngumiðstöð áður en framtíð flugvallar ræðst Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Hún gengur þar með gegn stefnumörkun samgönguráðherra og nýsamþykktri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Innlent 26.4.2007 12:20 Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum. Innlent 26.4.2007 10:07 Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Innlent 25.4.2007 16:34 Friðland í Þjórsárverum verði stækkað strax Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stækka þegar í stað friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar. Innlent 25.4.2007 14:34 Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík suður kynnt í kvöld Fimmti kosningafundur Stöðvar 2 hefst laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður takast á um stefnumál sín. Innlent 25.4.2007 12:29 Ekki bætt úr plássleysi fyrr en félagslegt húsnæði fæst Ekki verður bætt úr plássleysi á geðdeildum Landspítalans fyrr en búið er að útvega geðsjúkum félagslegt húsnæði. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra í gær. Innlent 25.4.2007 12:14 Sammála um að einfalda þurfi almannatryggingakerfið Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um það á fundi um velferðarmál í kvöld að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið og gera það aðgengilegra notendum þess. Innlent 24.4.2007 21:33 Kosningafundur um velferðarmál Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum á opnum fundi um velferðarmál sem hófst klukkan 20 á Grand-hóteli. Bein útsending var frá fundinum á Vísi. Innlent 24.4.2007 19:35 Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Innlent 24.4.2007 18:16 Jón styður tillögu Valgerðar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, styður hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra að koma á eðlilegu sambandi við þjóðstjórn Palestínu. Innlent 23.4.2007 21:05 Sjálfstæðismenn fá fimm í suðri Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm kjördæmakjörna þingmenn í Suðurkjördæmi, 40,9 prósent atkvæða, ef gengið væri til kosninga nú. Innlent 23.4.2007 18:53 Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg. Innlent 23.4.2007 18:03 Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. Innlent 22.4.2007 12:00 Samfylkingin sækir í sig veðrið Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent. Innlent 19.4.2007 09:47 Akureyrarlistinn býður ekki fram í vor Búið er að blása af fyrirhugaðan Akureyrarlista fyrir þingkosningarnar í vor. Talsmaður listans segir að öfgafull umræða eigi þátt í þessari ákvörðun. Innlent 18.4.2007 11:56 Ætla að kolefnisjafna ríkisbifreiðar og flugferðir Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að kolefnisjafna allar bifreiðar stjórarráðsins og sömuleiðis flugferðir ríkisstarfsmanna bæði innanlands og utan frá og með næstu áramótum. Innlent 17.4.2007 15:58 Ásta og Jakob Frímann í Suður- og Suðvesturkjördæmum Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur úr Reykjavík, og Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður úr Mosfellsbæ leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Suður- og Suðvesturkjördæmi í þingkosningum í vor. Innlent 17.4.2007 15:03 Frambjóðendur innleystu Þjóðargjöfina Frambjóðendur fyrir kosningarnar í vor sem hafa jafnframt gefið út bækur, tóku þátt í því að innleysa Þjóðargjöfina 2007 í Máli og menningu á Laugaveginum í morgun. Innlent 17.4.2007 12:24 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Innlent 2.5.2007 11:26
Spurning um pólitískan vilja Samfylkingin kynnti í gær tillögur sína um biðlistavanda í þjónustu við börn og aldraða. Fundurinn var haldinn fyrir utan aðalinngang Landspítala - háskólasjúkrahúss til að sýna með táknrænum hætti að færri komist í skjól spítalans en vilja. Innlent 29.4.2007 20:16
Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað. Innlent 29.4.2007 20:04
Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Innlent 29.4.2007 19:29
Meirihlutinn heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá. Innlent 28.4.2007 21:21
Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 28.4.2007 19:02
Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Innlent 28.4.2007 18:32
Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið. Innlent 28.4.2007 15:08
Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“ Innlent 28.4.2007 13:43
Framboðsfrestur útrunninn Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi. Tvö ný framboð hafa sótt um listabókstaf og hyggjast bjóða fram, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. Ekki er þó enn ljóst hvort þau skiluðu inn framboðslistum í öllum kjördæmum. Innlent 27.4.2007 13:25
Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Innlent 26.4.2007 14:39
Bein útsending frá blaðamannafundi um varnarmál Bein útsending er að hafin frá Stjórnarráðinu þar sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um nýgert samkomulag við Norðmenn í varnarmálum og viljayfirlýsingu sama efnis sem gerð var við Dani. Innlent 26.4.2007 13:48
Út í hött að byggja upp samgöngumiðstöð áður en framtíð flugvallar ræðst Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Hún gengur þar með gegn stefnumörkun samgönguráðherra og nýsamþykktri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Innlent 26.4.2007 12:20
Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum. Innlent 26.4.2007 10:07
Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Innlent 25.4.2007 16:34
Friðland í Þjórsárverum verði stækkað strax Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stækka þegar í stað friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar. Innlent 25.4.2007 14:34
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík suður kynnt í kvöld Fimmti kosningafundur Stöðvar 2 hefst laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður takast á um stefnumál sín. Innlent 25.4.2007 12:29
Ekki bætt úr plássleysi fyrr en félagslegt húsnæði fæst Ekki verður bætt úr plássleysi á geðdeildum Landspítalans fyrr en búið er að útvega geðsjúkum félagslegt húsnæði. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra í gær. Innlent 25.4.2007 12:14
Sammála um að einfalda þurfi almannatryggingakerfið Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um það á fundi um velferðarmál í kvöld að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið og gera það aðgengilegra notendum þess. Innlent 24.4.2007 21:33
Kosningafundur um velferðarmál Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum á opnum fundi um velferðarmál sem hófst klukkan 20 á Grand-hóteli. Bein útsending var frá fundinum á Vísi. Innlent 24.4.2007 19:35
Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Innlent 24.4.2007 18:16
Jón styður tillögu Valgerðar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, styður hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra að koma á eðlilegu sambandi við þjóðstjórn Palestínu. Innlent 23.4.2007 21:05
Sjálfstæðismenn fá fimm í suðri Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm kjördæmakjörna þingmenn í Suðurkjördæmi, 40,9 prósent atkvæða, ef gengið væri til kosninga nú. Innlent 23.4.2007 18:53
Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg. Innlent 23.4.2007 18:03
Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. Innlent 22.4.2007 12:00
Samfylkingin sækir í sig veðrið Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent. Innlent 19.4.2007 09:47
Akureyrarlistinn býður ekki fram í vor Búið er að blása af fyrirhugaðan Akureyrarlista fyrir þingkosningarnar í vor. Talsmaður listans segir að öfgafull umræða eigi þátt í þessari ákvörðun. Innlent 18.4.2007 11:56
Ætla að kolefnisjafna ríkisbifreiðar og flugferðir Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að kolefnisjafna allar bifreiðar stjórarráðsins og sömuleiðis flugferðir ríkisstarfsmanna bæði innanlands og utan frá og með næstu áramótum. Innlent 17.4.2007 15:58
Ásta og Jakob Frímann í Suður- og Suðvesturkjördæmum Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur úr Reykjavík, og Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður úr Mosfellsbæ leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Suður- og Suðvesturkjördæmi í þingkosningum í vor. Innlent 17.4.2007 15:03
Frambjóðendur innleystu Þjóðargjöfina Frambjóðendur fyrir kosningarnar í vor sem hafa jafnframt gefið út bækur, tóku þátt í því að innleysa Þjóðargjöfina 2007 í Máli og menningu á Laugaveginum í morgun. Innlent 17.4.2007 12:24
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent