Sammála um að einfalda þurfi almannatryggingakerfið 24. apríl 2007 21:33 MYND/Pjetur Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um það á fundi um velferðarmál í kvöld að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið og gera það aðgengilegra notendum þess. Fundurinn er haldinn á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Landsambands eldri borgara á Grand-hóteli. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna fengu allir nokkrar spurningar sem þeir áttu að svara. Þær sneru meðal annars að almannatryggingakerfinu, grunnlífeyri, tekjutengingu og skerðingu bóta og menntamálum fatlaðra. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja einfalda almannatryggingakerfið og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að atvinnutekjur aldraðra yfir sjötugu skertu ekki lífeyrisgreiðslur þeirra. Þá sagði hann að stefna ætti að því að hækka skattleysismörk og grunnlífeyri og sagði sjálfstæðismenn hafa samþykkt á landsfundi sínum lækka skerðingarhlutfall grunnlífeyris úr 39 prósentum í 35. Þá bæri að hverfa frá núverandi örorkumatskerfi og taka upp mat á starfsgetu öryrkja. Þá ætti að hvetja öryrkja til að fara út á vinnumarkaðinn og til þess þyrfti að stórefla starfsendurhæfingu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók undir með Geir að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið. Það væri þyngra en tárum tæki hvernig komið væri fyrir almannatryggingunum. Þá sagði hún Samfylkinguna vilja hækka skattleysismörk í áföngum og hækka frítekjumark upp í 100 þúsund krónur. Þá þyrfti ekki lengur að hugsa um skerðingarhlutfall og búið væri að frelsa fólk undan bakreikningum frá Tryggingastofnun. Þá sagði hún að Samfylkingin vildi hækka aldurstengda örorkuuppbót úr 25 þúsundum í 37 þúsund og efna þannig loforð sem ríkisstjórnin hefði gefið fyrir síðustu kosningar en ekki efnt. Efla þyrfti starfsendurhæfingu öryrkja og afnema tekjutengingu við maka. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagðist einnig vilja einfalda almannatryggingakerfið en að það yrði að takast án þess að stuðningur við það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda minnkaði. Þá sagði hann að VG styddi umtalsverða hækkun grunnlífeyris og lækkun á skerðingarhlutfalli hans. Hann væri enn fremur eindregið þeirrar skoðunar að stórátak þyrfti í menntunarmálum fatlaðra og þörf væri á skipulagsbreytingum í velferðarþjónustu. Þá vildi VG koma á sérstöku velferðarráðuneyti sem hefði meðal annars með almannatryggingakerfið að gera. Þá þyrfti að gera stórátak í geðverndarmálum. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins á fundinum og heilbrigðisráðherra, sagðist einnig vilja einfalda almannatryggingakerfið og sagði skref þar að lútandi þegar hafa verið tekin með fækkun bótaflokka. Hins vegar varaði hún við því að hægt væri að stórlega einfalda kerfið eins og aðrir hefðu haldið fram. Mikilvægt væri að almannatryggingakerfið héldi áfram að aðstoða þá sem höllustum fæti stæðu. Þá sagði Siv að skoða þyrfti að hækka grunnlífeyri og hækka skattleysismörk upp í 100 þúsund. Flokkurinn vildi stórefla starfsendurhæfingu fyrir alla en beina augum sérstaklega að ungu fólki. Lækka þyrfti virðisaukaskatt á lyfjum sem kæmi öldruðum og öryrkjum vel og breyta tekjutengingu við maka. Undirstrikaði Siv að kerfið væri gott. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn hafa í sjö ár lagt til að frítekjumark yrði endurskoðað og það tekið á undan skerðingu. Þrepaskipt skerðingarregla ætti að taka við þar á eftir. Flokkurinn vildi að fólk gæti haft eina milljón í tekjur á ári án þess að skerðingar yrðu á bótum þeirra. Frítekjumarkið ætti að ná bæði til atvinnutekna og lífeyristekna. Það hlyti að vera markmiðið að þeir sem lakast hefðu það gætu lifað af sínum tekjum. Þá tók hann undir með öðrum um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið. Hækka þyrfti skattleysismörk en lykilatriði væri að horfa á rauntekjur fólks við útreikninga, þ.e. tekjur eftir skerðingar og skatta. Arndís Björnsdóttir, fulltrúi Baráttusamtakanna, gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir frammistöðu þeirra í málefnum aldraðra og öryrkja á síðustu árum. Sagði hún grunnlífeyri nú rúmlega 24.800 krónur og að aldrei ætti að skattleggja hann. Grunnlífeyrinn þyrfti að fjór- eða fimmfalda. Þá sagði hún ekki einfalt fyrir fólk sem neyðst hefði til að hætta vinnu vegna skerðingarreglna stjórnvalda að fara aftur út á vinnumarkaðinn og því tryði hún ekki einu einasta orði af því sem stjórnarliðar segðu. Ólafur Hannibalsson, fulltrúi Íslandshreyfingarinnar, sagði neyðarástand ríkja í málefnum geðfatlaðra og aldraðra í landinu þar sem biðlistar í báðum málaflokkum væru langir. Þá taldi hann að litið væri á bótaþega sem afbrotafólk og bætur þeirra skertar þannig að Ísland hefði dregist aftur úr nágrannaríkjunum hvað þau mál snerti. Hámark ósvífninnar væri að skerða bætur fólks vegna tekna maka. Ólafur sagði að Íslandshreyfingin vildi leyfa ótakmarkaða atvinnuþátttöku aldraðra án skerðinga. Rétt væri að einfalda almannatryggingakerfið og þá þyrfti einnig að eifnalda kerfi lífeyristrygginga svo að það yrði sem virkast fyri þá sem byggðu afkomu sína á því. Taldi Ólafur líkt og Arndís að grunnlífeyri þyrfti að fjór- eða fimmfalda og að hækka þyrfti skattleysismörk í 140 þúsund. Kosningar 2007 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um það á fundi um velferðarmál í kvöld að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið og gera það aðgengilegra notendum þess. Fundurinn er haldinn á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Landsambands eldri borgara á Grand-hóteli. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna fengu allir nokkrar spurningar sem þeir áttu að svara. Þær sneru meðal annars að almannatryggingakerfinu, grunnlífeyri, tekjutengingu og skerðingu bóta og menntamálum fatlaðra. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vilja einfalda almannatryggingakerfið og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að atvinnutekjur aldraðra yfir sjötugu skertu ekki lífeyrisgreiðslur þeirra. Þá sagði hann að stefna ætti að því að hækka skattleysismörk og grunnlífeyri og sagði sjálfstæðismenn hafa samþykkt á landsfundi sínum lækka skerðingarhlutfall grunnlífeyris úr 39 prósentum í 35. Þá bæri að hverfa frá núverandi örorkumatskerfi og taka upp mat á starfsgetu öryrkja. Þá ætti að hvetja öryrkja til að fara út á vinnumarkaðinn og til þess þyrfti að stórefla starfsendurhæfingu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók undir með Geir að einfalda þyrfti almannatryggingakerfið. Það væri þyngra en tárum tæki hvernig komið væri fyrir almannatryggingunum. Þá sagði hún Samfylkinguna vilja hækka skattleysismörk í áföngum og hækka frítekjumark upp í 100 þúsund krónur. Þá þyrfti ekki lengur að hugsa um skerðingarhlutfall og búið væri að frelsa fólk undan bakreikningum frá Tryggingastofnun. Þá sagði hún að Samfylkingin vildi hækka aldurstengda örorkuuppbót úr 25 þúsundum í 37 þúsund og efna þannig loforð sem ríkisstjórnin hefði gefið fyrir síðustu kosningar en ekki efnt. Efla þyrfti starfsendurhæfingu öryrkja og afnema tekjutengingu við maka. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagðist einnig vilja einfalda almannatryggingakerfið en að það yrði að takast án þess að stuðningur við það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda minnkaði. Þá sagði hann að VG styddi umtalsverða hækkun grunnlífeyris og lækkun á skerðingarhlutfalli hans. Hann væri enn fremur eindregið þeirrar skoðunar að stórátak þyrfti í menntunarmálum fatlaðra og þörf væri á skipulagsbreytingum í velferðarþjónustu. Þá vildi VG koma á sérstöku velferðarráðuneyti sem hefði meðal annars með almannatryggingakerfið að gera. Þá þyrfti að gera stórátak í geðverndarmálum. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins á fundinum og heilbrigðisráðherra, sagðist einnig vilja einfalda almannatryggingakerfið og sagði skref þar að lútandi þegar hafa verið tekin með fækkun bótaflokka. Hins vegar varaði hún við því að hægt væri að stórlega einfalda kerfið eins og aðrir hefðu haldið fram. Mikilvægt væri að almannatryggingakerfið héldi áfram að aðstoða þá sem höllustum fæti stæðu. Þá sagði Siv að skoða þyrfti að hækka grunnlífeyri og hækka skattleysismörk upp í 100 þúsund. Flokkurinn vildi stórefla starfsendurhæfingu fyrir alla en beina augum sérstaklega að ungu fólki. Lækka þyrfti virðisaukaskatt á lyfjum sem kæmi öldruðum og öryrkjum vel og breyta tekjutengingu við maka. Undirstrikaði Siv að kerfið væri gott. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn hafa í sjö ár lagt til að frítekjumark yrði endurskoðað og það tekið á undan skerðingu. Þrepaskipt skerðingarregla ætti að taka við þar á eftir. Flokkurinn vildi að fólk gæti haft eina milljón í tekjur á ári án þess að skerðingar yrðu á bótum þeirra. Frítekjumarkið ætti að ná bæði til atvinnutekna og lífeyristekna. Það hlyti að vera markmiðið að þeir sem lakast hefðu það gætu lifað af sínum tekjum. Þá tók hann undir með öðrum um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið. Hækka þyrfti skattleysismörk en lykilatriði væri að horfa á rauntekjur fólks við útreikninga, þ.e. tekjur eftir skerðingar og skatta. Arndís Björnsdóttir, fulltrúi Baráttusamtakanna, gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir frammistöðu þeirra í málefnum aldraðra og öryrkja á síðustu árum. Sagði hún grunnlífeyri nú rúmlega 24.800 krónur og að aldrei ætti að skattleggja hann. Grunnlífeyrinn þyrfti að fjór- eða fimmfalda. Þá sagði hún ekki einfalt fyrir fólk sem neyðst hefði til að hætta vinnu vegna skerðingarreglna stjórnvalda að fara aftur út á vinnumarkaðinn og því tryði hún ekki einu einasta orði af því sem stjórnarliðar segðu. Ólafur Hannibalsson, fulltrúi Íslandshreyfingarinnar, sagði neyðarástand ríkja í málefnum geðfatlaðra og aldraðra í landinu þar sem biðlistar í báðum málaflokkum væru langir. Þá taldi hann að litið væri á bótaþega sem afbrotafólk og bætur þeirra skertar þannig að Ísland hefði dregist aftur úr nágrannaríkjunum hvað þau mál snerti. Hámark ósvífninnar væri að skerða bætur fólks vegna tekna maka. Ólafur sagði að Íslandshreyfingin vildi leyfa ótakmarkaða atvinnuþátttöku aldraðra án skerðinga. Rétt væri að einfalda almannatryggingakerfið og þá þyrfti einnig að eifnalda kerfi lífeyristrygginga svo að það yrði sem virkast fyri þá sem byggðu afkomu sína á því. Taldi Ólafur líkt og Arndís að grunnlífeyri þyrfti að fjór- eða fimmfalda og að hækka þyrfti skattleysismörk í 140 þúsund.
Kosningar 2007 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent