Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka 24. apríl 2007 18:30 Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill. Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill.
Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira