Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka 24. apríl 2007 18:30 Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill. Kosningar 2007 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill.
Kosningar 2007 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira