Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka 24. apríl 2007 18:30 Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill. Kosningar 2007 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill.
Kosningar 2007 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira