Jarðhiti

Fréttamynd

Hætta á að verðmætum verði glutrað niður

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. 

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna.

Innlent
Fréttamynd

Stinga upp á einka­­­­væðingu ÍSOR til að varð­veita tæki­færi í jarð­hita­geiranum

Jarðboranir vara við afleiðingum þess að ríkisstofnunin Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) verði tekin af samkeppnismarkaði ef stórfelld áform umhverfisráðherra um sameiningar stofnana ná fram að ganga. Ákjósanlegra sé að stofna sérstakt félag utan um starfsemi ÍSOR, og jafnvel hleypa einkafjárfestum inn í hluthafahópinn, til að koma í veg fyrir að tækifæri Íslendinga til þátttöku í jarðhitaverkefnum glatist.

Innherji
Fréttamynd

Fram­kvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellis­heiðar­virkjun

Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Snúum baki við olíu og fram­leiðum ís­lenska orku

Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta skapist ef jarð­hitinn færist nær

Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.

Innlent
Fréttamynd

Rýkur úr hring­veginum í Hvera­dals­brekku

Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar hita­veitur metnar á­gengar

Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sjá fram á aukna eftir­spurn og fyrir­sjáan­leg vanda­mál

Kynning á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar fer fram á Hótel Nordica í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá hitaveitum í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land þurfi ekki á gull­leit að halda

Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

85 gráðu heitt vatn fannst á Selfossi

Selfyssingar duttu í lukkupottinn í vikunni þegar það fannst mikið af heitu vatni eftir borun á bökkum Ölfusár. Um er að ræða 30 sekúndu lítra af 85 gráðu heitu vatni á níu hundruð metra dýpi.

Innlent
Fréttamynd

Til áréttingar vegna Carbfix

Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns:

Skoðun
Fréttamynd

Bilun í Nesjavallavirkjun

Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum nú síðdegis með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla í virkjuninni, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni, stöðvaðist.

Innlent
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný græn orku­auð­lind

Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku.

Skoðun
Fréttamynd

HS Orka eykur fram­leiðslu­getu á Reykja­nesi

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“

Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir.

Innlent
Fréttamynd

Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót

Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt.

Skoðun