Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2023 09:26 Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Stöð 2/Verkís Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26