Lögreglumál

Fréttamynd

Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni karlmaður á miðjum aldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárás, eignaspjöll og menn undir áhrifum

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt hafi verið fjölbreytt en útköll bárust meðal annars vegna líkamsárásar, fíkniefnaneyslu, ofurölvi einstaklinga og innbrota.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur við Skeifuna

Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að skila skömminni“

Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Tveir sextán ára skemmdu tólf bíla

Tveir sextán ára gamlir drengir voru handteknir klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt grunaðir um að hafa skemmt tólf bíla Breiðholti. Barnavernd var kölluð til og skýrsla tekin af þeim á lögreglustöð vegna skemmdarverkanna.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að

Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í salt­dreifara­máli

Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Kirkjufell

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin

Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Innlent
Fréttamynd

Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin

Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Stóra kókaínmálið komið til saksóknara

Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 

Innlent