Hvalveiðar

Fréttamynd

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum

Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað.

Innlent
Fréttamynd

Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri

Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða

Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar

Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi

Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til.

Innlent
Fréttamynd

Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt

Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði

Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú

Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land.

Innlent
Fréttamynd

Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Innlent