Fyrirtæki í eigu eiginmanns þingkonu vill veiða hrefnu á nýjan leik Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2019 06:45 Hrefnuveiðar hafa ekki verið miklar síðustu ár en aðeins sex voru drepnar í fyrra. Fréttablaðið/Anton brink Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira