Færeysk fiskeldisfyrirtæki fordæma leiftursdrápin Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 23:54 Drápið á 1.428 leiftrum, hvölum af höfrungaætt, í Skálafirði í Færeyjum um síðustu helgi hefur vakið mikil viðbrögð víða um heim. Samtök fiskeldisfyrirtækja þar í landi fordæma drápið og landsstjórnin boða endurskoðun á reglum um höfrungadráp. Sea Sheperd Havbúnaðarfelagið, samtök stærstu fiskeldisfyrirtækja Færeyja fordæmdi stórfellt dráp á leiftrum, hvölum af ætt höfrunga, sem átti sér stað í Skálafirði um síðustu helgi. Þar voru 1.428 dýr drepin. Atburðurinn hefur vakið mikla reiði utanlands sem innan, en landsstjórnin í Færeyjum hyggst taka reglur um höfrungaveiðar til gagngerrar endurskoðunar. Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér. Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér.
Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04
Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00