Hvalveiðar

Fréttamynd

Hvalir gegn loftslagsbreytingum!

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Sjálfstæðismaður hefur samþykkt veiðar á langreyðum og hrefnum til og með ársins 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vöknum

Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður.

Skoðun
Fréttamynd

Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað.

Innlent
Fréttamynd

Bað um og fékk breytingar á reglugerð

Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

Innlent
Fréttamynd

SAF ósátt við hvalveiðar

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) lýsir í ályktun yfir vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar

Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun.

Innlent
Fréttamynd

Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar

Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Ég er hryðjuverkamaður

Ég er reið, ég er svo reið að ég get ekki lesið skýrsluna sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands beyglaði saman án þess að fá grátkast af bræði.

Skoðun
Fréttamynd

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Innlent